Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni er að jafnaði haldin árlega í september eða byrjun október. Fylgist með hér á vefnum.
Feðgin Íslandsmeistarar í Ökuleikni
Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni var haldin í dag við Bílaumboðið Öskju á Krókhálsi, þar sem keppendur tóku þátt í blíðskaparveðri. Nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar tóku þátt og ljóst var frá upphafi að þeir settu línurnar fyrir alla hina. Brautirnar tvær voru nokkuð krefjandi en með útsjónarsemi mátti aka þær með talsvert meiri hraða en oft tíðkast [...]