IMG_0296Þegar starfsmaður Kynnisferða ákvað að gifta sig leituðu samstarfsmenn hans til Brautarinnar um að halda Ökuleikni fyrir brúðgumann í steggjuninni. Að sjálfsögðu var sett upp Ökuleiknibraut á Sprinter eins og Kynnisferðir nota í starfsemi sinni. Brautin var gerð erfið og mjög vandasöm.

Brúðguminn mætti á staðinn íklæddur fluggalla, skellti sér upp í rútuna, gerði sér lítið fyrir og fór þessa erfiðu braut villulaust. Það þótti vinum hans ekki nógu gott og reyndu tveir þeirra við brautina. Sá fyrri sló öll met og fór einnig villulaust.  Kristján, brúðguminn fékk 275 resistig en vinur hans Rúni gerði betur og fékk 192 refsistig. Sá þriðji fékk 355 refstistig. Það er ánægjulegt að sjá hve vandasamir og nákvæmir þessir bílstjórar Kynnisferða voru og getur fyrirtækið verið stolt af því að hafa svo flotta bílstjóra í vinnu.

Einar Guðmundsson

3. maí 2015 09:48