IMG_4830Í dag, laugardaginn 20. september, fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum. Keppnin var haldin á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík en Brautin – bindindisfélag ökumanna stóð fyrir keppninni. Askja, Lífland, Ölgerðin, Ökukennarafélag Íslands, SBA – Norðurleið og Eimskip studdu dyggilega við keppnina.

Til leiks voru skráðir 15 keppendur. Sumir höfðu keppt áður en aðrir komu inn nýir. Eftir að hafa svarað umferðarspurningum byrjuðu keppendur á að aka í gegnum tvö þrautaplön. Á öðru planinu var ekið á stórri rútu en á lítilli rútu á hinu planinu. Rúturnar komu báðar frá SBA Norðurleið.

Eftir að hafa ekið í gegn á rútum var skipt yfir á trukk frá Líflandi og sendibíl frá Öskju.

Tíminn var tekinn og fyrir hverja villu sem keppendur gerðu bættust 20 sekúndur við tímann. Þá bættust 5 sekúndur við tímann fyrir hverja villu í spurningum.

Keppendur tóku þátt sem einstaklingar en þeim gafst einnig kostur á að mynda lið. Verðlaun voru veitt fyrri efstu þrjú sætin í einstaklingskeppnum og efsta sæti í liðakeppnum. Eimskip gaf verðlaun fyrir trukkakeppnina og Askja fyrir rútukeppnina.

Myndir frá keppninni. 

Úrslit

Rútur

  1. Kristján Jóhann Bjarnason 491 sek
  2. Atli Grímur Ásmundsson 501 sek
  3. Smári Baldursson 505 sek

Efstir í liðakeppni urðu Uppgjafarútubílstjórar en það lið var skipað þeim Sigurði Sigurbjörnssyni og Björgvini Gunnarssyni.

Trukkar

  1. Björgvin Gunnarsson 322 sek
  2. Óskar Kristófer Leifsson 371 sek
  3. Ævar Sigmar Hjartarsson 376 sek

Uppgjafarútubílstjórarnir urðu sömuleiðis efstir í liðakeppni á trukkum.

Úrslit í trukka- og rútuökueikni 2014

Guðmundur Karl Einarsson

20. september 2014 17:09