IMG_0846Opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni verður haldin helgina 20. og 21. september á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík.

Laugardagur

  • Rútukeppni hefst kl. 12 (mæting 11:30)
  • Trukkakeppni hefst kl. 14 (mæting 13:30)

Sunnudagur

  • Fólksbílakeppni hefst kl. 13 (mæting 12:30)

Hægt verður að keppa sem einstaklingur en svo er líka í boði að mynda lið. Veitt verða verðlaun fyrir besta árangurinn í einstaklingskeppni og liðakeppni. Form keppninnar verður með örlítið breyttu sniði. Í fólksbílakeppninni verða tvö þrautaplön og aka keppendur tvisvar hvort plan en ekki verður sami bíll í fyrri og seinni umferð í hvoru plani. Í rútu- og trukkakeppninni verður sama plan fyrir stórar rútur og flutningabíla annars vegar og sama plan fyrir smárútur og sendibíla hins vegar.

Þátttökugjald er 1.000 kr fyrir hvorn dag.

Skráning

Skráning fer fram hér á vefnum og stendur til föstudagsins 19. september.

Þrautaplan fólksbílar 2014 úrslitakeppni

Þrautaplan Stórir bílar 2014 úrslitakeppni

styrktaradilar2014

Guðmundur Karl Einarsson

12. september 2014 12:50