Ökuleikni 2025

Íslandsmeistarakeppni 20. september kl. 12

Opin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni verður haldin við bílaumboðið Öskju laugardaginn 20. september 2025 kl. 12. Mæting keppenda er kl. 11:45.

Staðsetning: Krókhálsi 11, 110 Reykjavík.

Þátttaka er ókeypis og eina skilyrðið að vera með bílpróf. Askja gefur verðlaun og lánar bíla sem allir keppa á.

Keppendur aka í gegnum tvær mismunandi þrautabrautir. Verðlaun verða veitt fyrir samanlagan besta árangurinn í karlariðli og kvennariðli.

Skráning fer fram hér fyrir neðan.

Skráning

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan.

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.