Beltin bjarga

Munum alltaf eftir að spenna bílbeltin.

  • Brautin – bindindisfélag ökumanna færði Slysavarnafélaginu Landsbjörgu Veltibílinn að gjöf fyrr í dag og mun Slysavarnafélagið Landsbjörg alfarið taka við rekstri bílsins. Félagið okkar er 70 ára um þessar mundir, en því miður hefur endurnýjum félagsmanna ekki átt sér stað og verkefnin því verið á höndum fárra manna og ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að yngri félagsmenn taki við rekstrinum á næstu misserum. Við erum þess fullvissir að Veltibíllinn [...]

  • Stofnfundur Bindindisfélags ökumanna (BFÖ) var haldinn í Reykjavík þann 29. september 1953. Félagið fagnar því 70 ára afmæli í ár og fagnar tímamótunum með afmælisfundi sem verður haldinn föstudaginn 29. september kl. 17:00 í Hverafold 1-3. Allir félagsmenn eru velkomnir. Dagskrá Ákvörðun tekin um framtíð Veltibílsins. Minnumst formanna og forseta sem nýverið féllu frá. Gæðum okkur á léttum veitingum í boði félagsins.  

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið við rekstri Veltibílsins. Allar upplýsingar um bílinn má fá á netfanginu veltibillinn@landsbjorg.is

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.