Beltin bjarga

Munum alltaf eftir að spenna bílbeltin.

  • Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2025 kl. 17:00. Fundurinn fer fram á skrifstofu IOGT í Hverafold 1-3, Reykjavík. Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara. Ákvörðun félagsgjalda. Önnur mál.

Skrá mig í félagið

Gerast félagi í Brautinni

Félagar geta orðið allir þeir sem samþykkja tilgang félagsins og lýsa yfir bindindi á áfengi og önnur fíkniefni. Til þess að njóta réttinda sem félagsmaður þarf viðkomandi að hafa greitt félagsgjald ársins. Félagsmenn styðja við mikilvægt starf félagsins og njóta afsláttarkjara.
Skrá mig í félagið

Brautin er skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Einstaklingar sem styrkja félagið um samtals 10.000 kr á ári geta notað styrkinn til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni. Rekstaraðilar geta einnig nýtt styrki til frádráttar skattstofni skv. reglum.