2014-08-16 13.12.57Laugardaginn 16. Ágúst höfðu félagsmenn í Brautinni í nógu að snúast. Beðið hafði verið um veltibílinn á tveimur stöðum. Á blómstrandi dögum í Hveragerði og á Volswagen dögum hjá Heklu í Reykjavík. Veltibíll félagsins var sendur á Blómstrandi daga og þar fóru 450 manns í hann.

Brautin tók að sér að fá Forvarnatrukk Ökuskóla 3 til að heimsækja Heklu, en Hekla lagði mikið upp úr að hafa veltibílinn á staðnum enda er Hekla stoltur styrktaraðili fyrir veltibílinn og ökunám, en Hekla og VW gáfu tvo bíla í veltibílsverkefnið, annan til Brautarinnar og hinn til Ökuskóla 3. Brautin sá um að snúa veltibílnum hjá Heklu og fórum um 100 manns í hann á VW deginum.

Ökuleikni í Vogunum

Á meðan þetta fór fram voru tveir félagsmenn staddir á Fjölskyldudeginum í Vogunum og voru þar með Kassabílarallý eða kassabílaökuleikni og ökuleikni á fólksbílum.

6 lið mættu til leiks í kassabílarallýinu og var keppnin jöfn og spennandi. Innan við sekúndu munaði á fyrsta og öðru keppnisliðinu. Boðið var upp á keppni í tveimur aldursflokkum, 10 ára og yngri og 11 ára og eldri. Allir keppendur voru í yngri hópnum og sá yngsti 5 ára.

Niðurstaða í kassabílarallýinu var eftirfarandi:

1 sæti: Valdimár Árnason ökumaður og Magús bróðir hans ýtti. Þeir óku brautina á 31.30 sekúndum.
2 sæti: Logi Friðriksson ökumaður og Sindri bróðir hans ýtti. Þeir óku brautina á 32.10 sekúndum.
3 sæti: Magni Þór Björgvinsson ökumaður og pabbi hans ýtti. Þeir óku brautina á 34.97 sekúndum.

Valinn var flottasti bíllinn og sá sem fyrir valinu varð var ekið af Björgþór Hrafnkelssyni og Svanur vinur hans sem ýtti. Bíllinn var gerður að hluta úr límtré og rauðu sæti og var mjög stílhreinn. Fengu þeir verðlaun fyrir, bikar og boðsmiða á bíó eins og þeir sem lentu í 1. Sæti.

Að kassabílarallýinu loknu, var komið að þeim fullorðnu. Keppt var í Ökuleikni á VW Golf sem Hekla lánaði til keppninnar. Bæði karla og kvennariðillinn voru mjög spennandi.

Smelltu hér til að skoða myndir frá keppninni.

Einungis munaði 2 sekúndum á sigurvegar og silfurhafa í kvennariðli og 6 sekúndum á bronshafa.

Sigurvegarar í Ökuleikni í Vogunum 2014

Sigurvegarar í Ökuleikni í Vogunum 2014

Þá voru tveir efstu keppendur efstir og jafnir í karlariðli og einungis 9 sekúndum munaði á keppanda í 3. Sæti. Sá gerði eina klaufavillu sem kostaði hann 10 sekúndur og um leið verðlaunasætið. Sigurvegarar öðlast sjálfkrafa rétt til þátttöku í Íslandsmeistarakeppninni í Ökuleikni sem fram fer í Reykjavík 21. september næstkomandi.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Kvennariðill

1. Guðný Guðmundsdóttir 120 sekúndur
2. Sveinborg  122 sekúndur
3. Linda Thorlacius 128 sekúndur

Karlariðill

1.-2. Smári  75 sekúndur
1.-2. Magnús H  75 sekúndur
3. Magnús Björgvinsson 84 sekúndur.

Einar Guðmundsson

17. ágúst 2014 12:01