Fréttir

Ökuhermirinn í Kastljósi

Í Kastljósinu á þriðjudag var fjallað um áhrif áfengis á ökumenn. Félagið kom í heimsókn með ökuherminn. Andri Freyr útvarpsmaður var fenginn til þess að aka í herminum edrú, eftir 2 bjóra, eftir 4 bjóra og svo eftir 5. Við mældum viðbragð Andra og var sjáanlegur munur strax eftir 2 bjóra. Viðbragðstíminn lengdist strax um [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0015. febrúar 2007 | 11:12|

Melissa – hátíðardrykkur 2007

Brautin stendur nú 3. árið í röð fyrir hvatningu til neyslu óáfengra drykkja. Að þessu sinni er það Melissa sem er hátíðardrykkur 2007. Drykkurinn er blandaður af Jóa Fel og birtur ásamt fleiri uppskriftum hér á vefnum.Félagið telur afar mikilvægt að gestgjafar bjóði gestum sínum upp á óáfenga drykki samhliða þeim áfengu. Fjöldi fólks kýs [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0028. desember 2006 | 11:34|

Gleðilega hátíð

Brautin óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jafnfram þakkar félagið veittan stuðning á árinu sem er að líða.Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna

By |2010-08-16T22:33:51+00:0024. desember 2006 | 13:19|

Umræða um Suðurlandsveg

Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar því frábæra framtaki Sjóvá að hefja umræðu um tvöföldun Suðurlandsvegar. Félagið telur að umbætur á þessum vegarkafla komi til með að skila sér í verulega auknu umferðaröryggi fyrir vegfarendur og hvetur Alþingi og ríkisstjórn til að þiggja boð um kostun á gerð vegarins. 

By |2010-08-16T22:33:51+00:004. desember 2006 | 22:09|

Gott framtak lögreglunnar á Akranesi

Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar því framtaki lögreglunnar á Akranesi að senda foreldrum eða forráðamönnum ólögráða ökumanna sem brjóta af sér í umferðinni bréf þar um. Félagið telur að þetta hafi ótvírætt forvarnagildi og hvetur jafnframt önnur lögregluembætti til góðrar eftirbreytni.

By |2010-08-16T22:33:51+00:004. desember 2006 | 16:20|

Merkingar við framkvæmdir

Brautin – bindindisfélag ökumanna leggur áherslu á að þeir aðilar sem starfa við framkvæmdir á eða við vegi fari eftir leiðbeiningum Vegagerðarinnar um vegmerkingar við vinnusvæði. Félagið hvetur til þess að merkingar séu frekar fleiri en færri og þá sérstaklega ljósamerkingar í svartasta skammdeginu.

By |2010-08-16T22:33:51+00:0027. nóvember 2006 | 13:28|

Opnun Vímuvarnaviku 2006

Í dag hófst formlega Vímuvarnavika 2006 með kynningarfundi í húsakynnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Á fundinum voru áherslur og viðburðir vikunnar kynntir. Í tilefni vikunnar undirritaði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, forvarnasamning til eins árs við Samstarfsráð um forvarnir. Menntamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið standa einnig að samningnum. Á fundinum fluttu ávörp auk ráðherra, Árni Einarsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0017. október 2006 | 22:12|

Opið hús

Í dag hefst formlega Vímuvarnavikan 2006. Fjölmargir aðilar standa að vikunni og er Brautin - bindindisfélag ökumanna þeirra á meðal. Vikan stendur yfir til 21. október og verður áhersla lögð á vímuvarnir, sérstaklega upphafsaldur áfengisneyslu.Af þessu tilefni mun Brautin standa fyrir opnu húsi í Sjóvá Forvarnahúsinu fimmtudaginn 19. október kl. 16-19. Þar verður starf félagsins [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0017. október 2006 | 09:55|

Brautin fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur

Brautin - bindindisfélag ökumanna fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn framkvæmdastjóra Rolf Johansen & Co. ehf. Félagið hefur ávalt barist hart gegn auglýsingum á áfengi, enda er það sýnt að mati félagsins að slíkar auglýsingar auki neyslu á áfengi.  Félagið lýsir yfir ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms og vonar að hann hafi fordæmisgildi í líkum [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0011. október 2006 | 17:04|

Veltibíllinn í Iðnskólanum í Reykjavík

Í gær fór Veltibíllinn í heimsókn í Iðnskólann í Reykjavík. Það var Skólafélagið sem stóð fyrir heimsókninni. Mikill áhugi var fyrir bílnum og um 360 manns sem fóru veltu, þó nokkrir oftar en aðrir. Meðal þess sem nemendur fengu að kynnast var hvernig á að losa sig úr bílbelti á hvolfi. Mikilvægt er að kunna [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:006. október 2006 | 14:07|

Happdrætti: Dregið 6. nóvember

 Nú hafa verið sendir út gíróseðlar í happdrætti félagins 2006. Í stað hefðbundinna happdrættismiða voru sendir út gíróseðlar sem eru jafnramt lukkuseðlar. Vinningar eru úttektir í Sjónvarpsmiðstöðinni.Með seðlunum var einnig sent út Brautarblaðið en í því urðu þau leiðu mistök að lokadagur happdrættisins var misritaður. Hið rétta er að dregið verður 6. nóvember 2006 og [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0026. september 2006 | 08:15|

Við erum ekki ódauðleg…

"Ég mun aldrei gleyma því, hversu svalur mér fannst þú vera, þegar þú þeyttist eftir Reykjanesbrautinni á 160 kílómetra hraða á klst, á nýja bílnum þínum..."Svo skrifar Garðar Örn Hinriksson í tölvupósti sem undirrituðum barst nýlega. Þar lýsir hann hræðilegum afleiðingum umferðarslyss á Reykjanesbrautinni. Tilgangurinn er að benda á að það er ekki töff að [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0015. september 2006 | 18:05|
Go to Top