Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn framkvæmdastjóra Rolf Johansen & Co. ehf. Félagið hefur ávalt barist hart gegn auglýsingum á áfengi, enda er það sýnt að mati félagsins að slíkar auglýsingar auki neyslu á áfengi.
 
Félagið lýsir yfir ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms og vonar að hann hafi fordæmisgildi í líkum málum og komi að auki í veg fyrir að framleiðendur og innflytjendur áfengis auglýsi vöru sína. 

Guðmundur Karl Einarsson

11. október 2006 17:04