Í gær fór Veltibíllinn í heimsókn í Iðnskólann í Reykjavík. Það var
Skólafélagið sem stóð fyrir heimsókninni. Mikill áhugi var fyrir bílnum
og um 360 manns sem fóru veltu, þó nokkrir oftar en aðrir. Meðal þess
sem nemendur fengu að kynnast var hvernig á að losa sig úr bílbelti á
hvolfi. Mikilvægt er að kunna til verka því það getur skipt sköpum ef á
reynir.
Hægt er að skoða myndir frá heimsókninni á vefsíðu Veltibílsins.

Nú er vertíðinni lokið að mestu en bíllinn er þó mikið notaður áfram. Ökunemar koma reglulega í heimsókn í Forvarnahúsið og prófa þá bílinn meðal annars, og einnig koma ungir ökumenn til með að heimsækja húsið og prófa bílinn. 

Guðmundur Karl Einarsson

6. október 2006 14:07