Nú hafa verið sendir út gíróseðlar í happdrætti félagins 2006. Í stað hefðbundinna happdrættismiða voru sendir út gíróseðlar sem eru jafnramt lukkuseðlar. Vinningar eru úttektir í Sjónvarpsmiðstöðinni.

Með seðlunum var einnig sent út Brautarblaðið en í því urðu þau leiðu mistök að lokadagur happdrættisins var misritaður. Hið rétta er að dregið verður 6. nóvember 2006 og því nægur tími til stefnu.

Ágóði af happdrættinu verður notaður til þess að styrkja starf félagsins, og sérstaklega til þess að fjármagna ökuherminn sem félagið festi kaup á fyrr á árinu ásamt fleiri aðlinum

Guðmundur Karl Einarsson

26. september 2006 08:15