Í dag hefst formlega Vímuvarnavikan 2006. Fjölmargir aðilar standa að vikunni og er Brautin – bindindisfélag ökumanna þeirra á meðal. Vikan stendur yfir til 21. október og verður áhersla lögð á vímuvarnir, sérstaklega upphafsaldur áfengisneyslu.
Af þessu tilefni mun Brautin standa fyrir opnu húsi í Sjóvá Forvarnahúsinu fimmtudaginn 19. október kl. 16-19. Þar verður starf félagsins sem tengist vímuvörnum kynnt, m.a. ökuhermirinn og ölvunargleraugu sem staðsett eru í Forvarnahúsinu.
Allir eru velkomnir.

Guðmundur Karl Einarsson

17. október 2006 09:55