Gleðileg jólÍ aðdraganda jólanna birti Brautin – bindindisfélag ökumanna jóladagatal á vefnum, bæði hér á brautin.is og á Facebook síðu félagsins. Hver jólasveinn kom með skilaboð sem tengdust umferðaröryggi og lítil saga fylgdi hverjum. Átakið var unnið í samstarfi við Heklu sem lánaði bíl í verkefni og fékk það góðar viðtökur.

Útvarpsauglýsingar voru einnig birtar á Bylgjunni og Létt Bylgjunni líkt og undanfarin ár.

Jóladagatal Brautarinnar

Ketkrókur

Ketkrókur bendir ökumönnum á að sýna fulla aðgæslu við akreinaskipti og kanni vel hvort slíkt sé óhætt áður en skipt er um akrein. Notið stefnuljós og gefið þau tímanlega áður en skipt er um akrein.
Lesa nánar

Gáttaþefur

Gáttaþefur bendir á að tillitssemi í umferðinni er mikilvægur þáttur og eykur öryggi allra vegarenda auk þess sem hún eykur vellíðan þeirra sem beita henni.
Lesa nánar

Bjúgnakrækir

Bjúgnakrækir bendir á að tjara er ágætis skíðaáburður og hentar því ekki á dekk. Því er mikilvægt að hreinsa tjöruna af dekkjum reglulega, sérstaklega þar sem götur eru saltaðar.
Lesa nánar

Stúfur

Stúfur minnir ykkur ökumenn á að aka alltaf í samræmi við aðstæður hverju sinni og aldrei hraðar en hámarkshraða reglur segja til um.
Lesa meira

Giljagaur

Giljagaur vill minna þig á að of stutt bil milli bíla er ein algengasta ástæða óhappa í umferðinni. Bílstjórar hafa ekki tíma til að bregðast við ef bíllinn fyrir framna snarhemlar.
Lesa meira

Guðmundur Karl Einarsson

3. janúar 2016 14:57