StekkjastaurStekkjastaur hefur tekið tæknina í notkun og fer gjarna á nýja Passatinum hennar Grýlu í bæinn. Enda á hann erfitt um gang blessaður. Hann komst fljótt að því að eina leiðin til að komast alla leið var að velja góð vetrardekk. Hann passar alltaf að hafa gott grip og mynstrið nægilega djúpt. Ekki vill Stekkjastaur eiga það á hættu að börnin komi að skónum sínum tómum að morgni bara af því að hann kemst ekkert áfram og spóli bara, af því dekkin voru ekki nógu góð undir bílnum hans.

Guðmundur Karl Einarsson

11. desember 2018 07:00