PottasleikirPottasleikir var nýkominn í bæinn og sá inn um gluggann á veitingastað að margir pottar stóðu á eldavélinni. Hann stökk inn um leið og verið var að loka staðnum og kokkurinn spurði Pottasleiki hvort hann væri til í að þvo pottana fyrir sig, þá mætti hann sleikja innan úr þeim öllum fyrst. Ekki þurfti að segja honum það tvisvar og þegar því var lokið ákvað hann að þakka fyrir sig og byrja að dreifa gjöfum í skó þægu krakkanna.

Hann labbaði með kokkinum út og kokkurinn bauðst til að keyra hann að fyrstu húsunum og þáði Pottasleikir það. „En ég sé ekkert út um gluggana“ sagði Pottasleikir. „Afsakaðu en ég hef ekki haft tíma til að þrífa bílinn“ sagði kokkurinn. „Þú varst svo góður að leyfa mér að sleikja pottana og þrífa þá, ég skal bara þrífa bílinn líka svo hann verði hreinn og fallegur fyrir jólin og þá sérðu líka út um gluggana.“ sagði Pottasleikir. „Æ kærar þakkir“ sagði kokkurinn og Pottasleikir hófst handa við að þrífa bílinn.

Kokkurinn varð svo glaður að hafa svo hreinan og fínan bíl svo loks gæti hann séð vel út um gluggana að hann bauðst til að aðstoða Pottasleiki alla nóttina við að dreifa gjöfum í skó þægu barnanna.

Guðmundur Karl Einarsson

16. desember 2018 07:00