Vefrit

Jólahugvekja frá Brautinni

Nú er svartasta skammdegið skollið á okkur en þó með von um bjartari framtíð, þ.e. fyrir flest okkar. Jólaljósin sýna sig í hverjum glugga, eða næstum því. Fyrir suma er þessi tími skemmtilegur og margir hlakka til, en því miður ekki allir. Fyrir suma er þetta nefnilega tími sem ýfir upp sorg og trega. Tími sem [...]

By |2016-12-30T00:12:05+00:0021. desember 2014 | 22:23|

Brautin í samstarfi við grísk umferðarsamtök

Nýlega höfðu grísk umferðarsamtök RSI (Road Safety Institut) samband við Brautina og óskuðu eftir samstarfi við okkur þar sem bæði samtökin eru frjáls félagasamtök. Þessi samtök eru ekki alveg ókunn Íslandi því árið 2010 komu þau til landsins eftir að hafa heyrt af opnun Forvarnahússins. Það verkefni var tekið upp í Grikklandi og fór formaður [...]

By |2017-10-16T16:30:13+00:0021. desember 2014 | 22:16|

Veik rök fyrir sölu áfengis í verslunum

Brautin – bindindisfélag ökumanna sendi á dögunum Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál, en félagið fékk beiðni frá nefndinni þar að lútandi. Félagið fór vel yfir frumvarpið og greinargerðina sem fylgir því og byggir umsögn félagsins fyrst og fremst á reynslu [...]

By |2016-12-30T00:12:07+00:0021. desember 2014 | 22:12|

Íslandsmeistarakeppnir í Ökuleikni

Fyrir undirritaðan er það ætíð afar skemmtilegur tími, þegar Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni fer fram. Fyrir mörgum árum keppti ég sjálfur í þessari keppni með prýðis árangri. Og þrátt fyrir að vera einn af þeim aðilum sem heldur utan um keppnina í dag, þá er það ekki síðra að mæta á keppnisstað, ætíð gaman að sjá [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:0021. desember 2014 | 17:17|

Veltibíllinn í sumar

Síðan 1995 hefur Veltibíllinn verið eitt helsta umferðaröryggistæki Brautarinnar. Um 300.000 manns hafa farið veltu í bílnum og þannig upplifað hve miklu máli það skiptir að hafa bílbeltin spennt. Á þessum tíma hafa fjórir VW Golf verið á vagninum en það er Hekla og Volkswagen sem gefa bíla til verkefnisins. Lengst af átti félagið þriðjung [...]

By |2016-12-30T00:12:07+00:0021. desember 2014 | 17:08|

Á hvernig dekkjum er bíllinn þinn?

Brautin – bindindisfélag ökumanna fór á stúfana og skoðaði dekkjabúnað 600 bíla í lok nóvember í Reykjavík. Þessi dagur var fyrsti dagur með hálku eftir langvarandi hlýindakafla. Dekk bílanna voru flokkuð í eftirfarandi flokka eftir ástandi þeirra: Mjög mikið slitin dekk, mynsturdýpt undir 3 mm Mikið slitin dekk, mynstur alveg við 3 mm dýpt. Milli [...]

By |2016-12-30T00:12:07+00:0011. desember 2014 | 17:49|

Hversu vel gengur okkur að fylgja hraðareglunum?

Brautin gerði könnun á ökuhraða á tveimur stöðum í Grafarvogi í kjölfar þess að félaginu hafði borist athugasemd um mikinn hraða á ákveðnum götum. Göturnar voru Strandvegur og Fjallkonuvegur við Foldaskóla. Á Strandvegi var leyfilegur hámarkshraði 50 km/klst en við Foldaskóla er hann 30 km/klst á Fjallkonuvegi.   […]

By |2016-12-30T00:12:07+00:0010. desember 2014 | 17:55|

43% atvinnubílstjóra í bílbeltum

Brautin – bindindisfélag ökumanna gerði bílbeltakönnun meðal ökumanna einn morgunn í lok nóvember í Reykjavík. Kannaðir voru 762 bílar. Það var sláandi hve bílbeltanotkun atvinnubílstjóra var mun minni en einkabílstjóra. Þá kom í ljós að 13% einkabílstjóra og 15% atvinnubílstjóra sem voru ekki í belti voru einnig að tala í símann. Þeir örfáu sem voru [...]

By |2016-12-30T00:12:07+00:0010. desember 2014 | 17:27|

Aðalfundur Brautarinnar

Kæri félagsmaður í Brautinni Stjórn Brautarinnar vill minna þig á aðalfund félagsins en hann verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 18.00 í Brautarholti 4a í Reykjavík.   Félagið varð 60 ára á starfsárinu og mörg ný tækifæri hafa skapast fyrir félagið að vinna að sínum markmiðum. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Kynntar verða nýjar kannanir [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 17:14|

Ökuleikni

Ökuleiknin er eitt af föstu verkefnum Brautarinnar og fara nokkrar keppnir fram árlega. Á síðasta ári var keppt í Ökuleikni á Bíladögum á Akureyri og tóku 17 keppendur þátt. Nú nýbreytni var gerð við framkvæmd keppninnar að niðurstöður keppenda voru birtar jafnóðum á Facebook síðu Ökuleikninnar (www.facebook.com/okuleikni) og mæltist það vel fyrir. Helga Jósepsdóttir varð [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0023. maí 2014 | 17:07|

Starf Brautarinnar í sumar

Stór þáttur í starfi Brautarinnar þegar fer að vora er að breiða út boðskapinn um notkun bílbelta.  Það er fyrst og fremst gert með því að ferðast með veltibílinn og leyfa fólki að prófa.  Nú er þegar búið að heimsækja 3 staði og rúmlega 1000 manns prófað hann í vor.  Grunnskólar keppast um að fá [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 17:03|

Afsakið, ég er akandi!

Það er í raun aðeins ein ástæða fyrir bindindi, einstaklingur vill ekki vera undir áhrifum utanaðkomandi vímuefna. Það eru hins vegar óteljandi afsakanir hvernig fólk afþakkar áfengi og önnur vímuefni. Þær koma æ oftar fram þar sem að aðstæðum hefur fjölgað umtalsvert þar sem boðið er upp á áfengi eða önnur vímuefni. Framboð á áfengi [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 16:57|

Brautin – bindindisfélag ökumanna 60 ára

Nú er nýlokið 60 ára afmælis ári Brautarinnar. Félagið var stofnað 29. September 1953 og er ljóst að stofnun félagsins átti eftir að hafa mikil áhrif á sitt samtímaumhverfi.  Greinilegt að mikil þörf var fyrir félag sem var á bindindisvængnum og vildi vinna að bættu umferðaröryggi og með sér áherslu á að fá ökumenn til [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 16:48|
Go to Top