Vínbúðin MosfellsbæBrautin – bindindisfélag ökumanna sendi á dögunum Allsherjar- og menntamálnefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 17. mál, en félagið fékk beiðni frá nefndinni þar að lútandi.

Félagið fór vel yfir frumvarpið og greinargerðina sem fylgir því og byggir umsögn félagsins fyrst og fremst á reynslu og rannsóknum annarra þjóða á breytingum sem þar hafa verið gerðar.

Félagið telur að frumvarpið munu, verði það samþykkt, skapa meiri vanda en lausnir. Í umsögninni kemur fram að neysla áfengis muni aukast með breyttu fyrirkomulagi á sölunni og hafi það í för með sér aukin vandamál. Þá bendir félagið á ýmis atriði í greinargerðinni sem orka tvímælis. T.d. muni vöruúrval áfengis líklega minnka, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem miklar kröfur verða gerðar til verslana sem selja áfengi.

Nánar má lesa um umsögn félagsins hér.

Guðmundur Karl Einarsson

21. desember 2014 22:12