Fréttir

Bókmenntir og bindindi

Á dögunum hlaut Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur og ritstjóri Mannlífs „Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness“ fyrir skáldsöguna „Bátur með segli og allt“, en þetta er áttunda bók hennar (nánar um bókina). Í viðtali við tímaritið Birtu kom fram að verðlaunahafinn hefur valið bindindi sem sína lífsstefnu. […]

By |2010-08-16T22:34:45+00:007. nóvember 2004 | 14:19|

Styrkir úr Forvarnasjóði

Við úthlutun úr Forvarnasjóði í sumar fékk Bindindisfélag ökumanna tvo verkefnastyrki, annars vegar 500 þúsund krónur til átaks gegn ölvunarakstri, hins vegar 300 þúsund krónur til að hvetja til neyslu óáfengra drykkja. […]

By |2010-08-16T22:34:45+00:006. nóvember 2004 | 20:15|

Vímuvarnarvikunni lokið

Í dag, fimmtudaginn 28. október lauk formlega vímuvarnarvikunni sem hefur staðið yfir frá 22. október. Vikunni lauk með því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins klippti í sundur bílflak fyrir utan Kringluna. Tilgangurinn var að minna á afleiðingar ölvunaraksturs, en á bílinn var letrað: „Ölvunarakstur er dauðans alvara“. […]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0028. október 2004 | 18:46|

Vímuvarnavikan

BFÖ er aðili að Samstarfsráði um forvarnir, en samstarfsráðið, ásamt fleiri aðilum, stendur fyrir Vímuvarnaviku dagana 22.-28. október í Kringlunni. Mikið er um að vera, sérstaklega nú um helgina, og meðal dagskráratriða er Veltibílinn, sem staðsettur er fyrir utan Kringluna. […]

By |2016-12-30T00:12:32+00:0022. október 2004 | 17:29|

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni fór fram þann 18. september við hús Sjóvá-Almennra. Keppt var á fjórum þrautaplönum á VW Golf og VW Polo. Það var Bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Heklu, en Sjóvá-Almennar lögðu til aðstöðu. […]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0020. september 2004 | 09:29|

Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni

Nú styttist í Íslandsmeistarakeppnina í Ökuleikni, en á þessu ári er Ökuleiknin 26 ára og mun keppnin verða með breyttu sniði. Ekki voru haldnar sérstakar undankeppnir eins og oft undanfarin ár heldur verður öllum heimilt að taka þátt í keppninni. Þó verður sett hámark á fjölda keppenda. […]

By |2017-10-16T16:30:12+00:0013. september 2004 | 21:27|

Veltibíllinn á dönskum dögum

Að venju var veltibíllinn notaður á dönsku dögunum í Stykkishólmi í byrjun ágúst. Ekki var að sökum að spyrja um vinsældir hans. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var stögut löng röð í bílinn og oft var fjöldinn allt að því 100 manns í röðinni. Þrátt fyrir að margir nýttu sér bílinn til skemmtunar, [...]

By |2010-08-16T22:35:00+00:0025. ágúst 2004 | 17:54|

Enn margar þröngar brýr

Um síðustu áramót voru 67 brýr á hringveginum einbreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á þessu ári verða sjö brýr breikkaðar og tvær á næsta ári, miðað við gildandi vegáætlun. Alls eru 220 brýr á hringveginum. […]

By |2010-08-16T22:35:00+00:0011. ágúst 2004 | 10:19|

Umferðarátak í júlí

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (World Health Organization – WHO) hefur tileinkað árið 2004 umferðaröryggismálum. Af því tilefni var fyrr á þessu ári stofnaður samstarfshópur um 20 aðila sem allir koma að umferðaröryggismálum með einum eða öðrum hætti hér á landi og vann þessi hópur m.a. saman þann 7. apríl og aftur nú fyrir aðra stærstu ferðamannahelgi ársins. [...]

By |2010-08-16T22:35:00+00:001. júlí 2004 | 18:57|

BFÖ heimsækir ÍTR

Í dag, 22. júní, var fyrsti dagurinn sem BFÖ heimsótti tómstundaklúbba ÍTR með reiðhjólafræðslu. Við byrjuðum kl. 10:30 í Nauthólsvík, þangað sem krakkar úr Frostaskjóli komu hjólandi. Þar fengu þau fræðslu um reiðhjólið og hjálminn, ásamt fræðslu um bílbelti. Eftir hana fengu þau að spreyta sig í reiðhjólaþrautum og loks fóru þau í Veltibílinn þar [...]

By |2010-08-16T22:35:00+00:0022. júní 2004 | 17:41|
Go to Top