Á dögunum hlaut Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöfundur og ritstjóri Mannlífs „Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness“ fyrir skáldsöguna „Bátur með segli og allt“, en þetta er áttunda bók hennar (nánar um bókina). Í viðtali við tímaritið Birtu kom fram að verðlaunahafinn hefur valið bindindi sem sína lífsstefnu. „Henni finnst hún sannarlega ekki hafa misst af neinu þótt hún hafi aldrei smakkað áfengi,“ sagði í viðtalinu og síðan var haft eftir henni: „Mér finnst drukkið fólk barasta ekkert aðlaðandi og síst af öllu það sem veltur upp úr því. Ég hef aldrei átt í vandræðum með að segja það sem mér finnst algjörlega edrú. Maður dregur bara djúpt andann og lætur flakka.“

Guðmundur Karl Einarsson

7. nóvember 2004 14:19