Í dag, fimmtudaginn 28. október lauk formlega vímuvarnarvikunni sem hefur staðið yfir frá 22. október. Vikunni lauk með því að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins klippti í sundur bílflak fyrir utan Kringluna. Tilgangurinn var að minna á afleiðingar ölvunaraksturs, en á bílinn var letrað: „Ölvunarakstur er dauðans alvara„. BFÖ var með kynningarstand í Kringlunni þar sem minnt var á afleiðingar ölvunaraksturs. Þá var Veltibíllinn í Kringlunni um síðustu helgi, og komu um 400 manns í hann.

Hægt er að skoða myndir af þessum viðburðum á myndasíðu brautin.is.

Einnig eru upplýsingar um vikuna á www.vvv.is.

Guðmundur Karl Einarsson

28. október 2004 18:46