Um síðustu áramót voru 67 brýr á hringveginum einbreiðar, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á þessu ári verða sjö brýr breikkaðar og tvær á næsta ári, miðað við gildandi vegáætlun. Alls eru 220 brýr á hringveginum. Ef vegurinn innst í Hrútafirði verður færður til hættir Síká að vera fartálmi og þegar vegurinn í Norðurárdal í Skagafirði verður endurbyggður fækkar þröngu brúnum um fjórar, m.a. yfir Valagilsá sem skáldið sagði að orðið gæti að skaðræðisfljóti. Þá yrði full breidd á veginum alla leiðina frá Reykjavík til Akureyrar.

Guðmundur Karl Einarsson

11. ágúst 2004 10:19