Fréttir

Nýkrýndir Íslandsmeistarar í Ökuleikni

Í dag, laugardaginn 10. september, fór fram 30. Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni en keppnin fór fyrst fram í Reykjavík áriðr 1978. Um opna keppni var að ræða og spreyttu 14 keppendur sig á fjórum brautum sem settar höfðu verið upp á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún. Mikil spenna var á milli keppenda og skildu [...]

By |2017-10-16T16:30:09+00:0010. september 2011 | 17:26|

Þrautaplön 2011

Nú hafa þrautaplönin sem ekið verður í gegnum á laugardaginn verið birt á vefnum. Fyrirkomulagið verður líkt og fyrri ár þannig að allir keppendur aka í gegnum öll fjögur þrautaplönin.    

By |2016-12-30T00:12:18+00:005. september 2011 | 20:38|

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni

Ákveðið hefur verið að Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni verði haldin laugardaginn 10. September á svæði Ökuskóla 3 á Kirkjusandi í Reykjavík. Eins og venjulega er keppt í kvennariðli og karlariðli. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök verðlaun til þess liðs sem [...]

By |2017-10-16T16:30:09+00:0019. ágúst 2011 | 21:15|

Spennandi keppni í Vogunum

Á fjölskylduhátíð í Vogunum þann 13. Ágúst var boðið upp á Ökuleikni sem hluta af hátíðinni. Keppnin var í tvennu lagi. Fyrst má segja að haldin hafi verið pólitísk Ökuleikni á fjarstýrðum bílum. Keppt var á milli fulltrúa nefnda sveitarfélagsins: Atvinnumálanefndar, Umhverfis- og skipulagsnefndar, Frístunda- og menningarnefndar og Fræðslunefndar. Það voru formenn nefndanna sem kepptu [...]

By |2017-10-16T16:30:14+00:0015. ágúst 2011 | 16:33|

Einungis 2.1% nýrra reiðhjóla á höfuðborgarsvæðinu fullkomlega lögleg

Í könnun Brautarinnar frá því í apríl á stöðu öryggisbúnaðar á nýjum reiðhjólum í verslunum sést að langflest eða 97.9% eru ekki lögleg. Það sem oftast vantar er bjalla og lás.  Ef lás er undanskilinn í könnuninni hækkar talan upp í 24% reiðhjóla sem eru með annan löglegan búnað. Enginn opinber aðili, hvorki, lögregla, Umferðarstofa [...]

By |2016-12-30T00:12:18+00:0015. júní 2011 | 18:14|

Ég held ég gangi heim

Árið 1989 setti Umferðarráð af stað átak þegar innflutningur á bjór var leyfður á ný. Menn höfðu nokkrar áhyggjur af því að Íslendingar myndu aka eftir að hafa fengið sér bjór. Eitt af því sem var gert í þessu sambandi var lag sem Valgeir Guðjónsson samdi og flutti. Hér má sjá Valgeir í heimsókn hjá [...]

By |2016-12-30T00:12:18+00:0020. maí 2011 | 13:03|

Aðalfundur Brautarinnar

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 18:30 í húsnæði Öskju, Krókhálsi 11, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum. Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna

By |2016-12-30T00:12:20+00:0025. apríl 2011 | 10:00|

Félagsfundur

Stjórn Brautarinnar boðar til almenns félagsfundar þriðjudaginn 29. mars kl. 18:00 - 19:30. Fundurinn fer fram í Brautarholti 4a og er opinn öllum félögum. Á fundinum verður rætt um starf og stöðu félagsins og hvernig við viljum byggja upp framtíðina. Vonumst til að sjá sem flesta Páll H. Halldórsson, formaður

By |2011-03-29T10:02:42+00:0024. mars 2011 | 07:19|

Býður þú upp á óáfengt um jólin?

Jólin eru hátíð friðar og kærleika. Þá hittast vinir og fjölskylda í jólaboðum og fagna. Oft er boðið upp á margar tegundir áfengra drykkja og hefur gjarnan vinna verið lögð í að blanda þá saman á sérstakan hátt. Brautin hefur í samstarfi við Samfo og Lýðheilsustöð tekið saman margar uppskriftir að góðum óáfengum drykkjum sem [...]

By |2016-12-30T00:12:20+00:0023. desember 2010 | 12:43|

FÍB hlýtur Umferðarljósið

Á Umferðarþingi 2010 sem fór fram á Grand Hótel þann 25. nóvember var Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) veitt sérstök viðurkenning fyrir starfs sitt í þágu umferðaröryggis. Umferðarljósið, viðurkenning Umferðarráðs, er veitt annað hvert ár einstaklingi, félagi eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr í umferðaröryggismálum. Brautin - bindindisfélag ökumanna óskar FÍB til [...]

By |2016-12-30T00:12:22+00:0026. nóvember 2010 | 12:01|

Heimili og skóli álykta um skemmtanahald fyrir ungmenni

Heimili og skóli sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau hvetja alla þá aðila sem koma að skipulagi skemmtana fyrir ungmenni til að tryggja að skemmtistaðir með vínveitingaleyfi séu ekki notaðir fyrir ungmennasamtök. Samtökin taka undir ályktun Foreldraráðs Hafnarfjarðar þess efnis og telur að það sæmi alls ekki að hafa unglingasamkomur á stöðum [...]

By |2016-12-30T00:12:22+00:0022. nóvember 2010 | 17:26|

Áskorun Viku 43 – afhend dóms- og mannréttindaráðherra

Ögmundur Jónasson dóms- og mannréttindaráðherra var nýverið viðstaddur opnun Vímuvarnaviku 2010 (Viku 43) í Þjóðeikhúsinu. Við þá opnun var undirrituð Áskorun Viku 43 af fulltrúum 22 frjálsra grasrótarsamtaka um mikilvægi samstarfs í vímuvörnum og fræðsluátaks um skaðsemi kannabis. Þessi undirritaða áskorun var afhend stjórnvöldum í dag og tók dóms- og mannréttindaráðherra, Ögmundur Jónasson, við henni fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands.

By |2016-12-30T00:12:24+00:0015. nóvember 2010 | 14:22|

Áfengiskaup foreldra viðbót við aðra drykkju

Samkvæmt frétt mbl.is í dag, þann 6. nóvember, eru áfengiskaup foreldra fyrir ungmenni undir því yfirskyni að "þau viti þá hvað börnin eru að drekka" ekki til þess fallin að draga úr drykkju ungmennanna en þetta kemur fram í erindi Kjartans Ólafssonar, lektors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. Þá kemur fram að þau börn [...]

By |2016-12-30T00:12:24+00:006. nóvember 2010 | 11:50|
Go to Top