Heimili og skóli sendu í dag frá sér ályktun þar sem þau hvetja alla þá aðila sem koma að skipulagi skemmtana fyrir ungmenni til að tryggja að skemmtistaðir með vínveitingaleyfi séu ekki notaðir fyrir ungmennasamtök. Samtökin taka undir ályktun Foreldraráðs Hafnarfjarðar þess efnis og telur að það sæmi alls ekki að hafa unglingasamkomur á stöðum sem eru innréttaðir með börum til vínveitinga og jafnvel með auglýinsgar um áfengi hangandi uppi á vegg. Slíkir staðir séu ætlaðir fullornðu fólki og geti ekki talist heppilegir samkomustaðir ungmenna.

Brautin – bindindisfélag ökumanna tekur undir með Heimili og skóla og beinir því til skipuleggjenda ungmennastarfs að halda ekki slíkar skemmtanir á vínveitingahúsum.

Guðmundur Karl Einarsson

22. nóvember 2010 17:26