Ákveðið hefur verið að Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni verði haldin laugardaginn 10. September á svæði Ökuskóla 3 á Kirkjusandi í Reykjavík.

Eins og venjulega er keppt í kvennariðli og karlariðli. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Einnig er keppendum heimilt að mynda lið og verða veitt sérstök verðlaun til þess liðs sem stendur sig best.

Mæting er á Kirkjusand kl. 12:30. Keppni hefst kl. 13.

Þátttökugjald: 1.000 kr

Skráning: Smelltu hér til að skrá þig. Einnig er hægt að hringja í síma 588 9070.

Skráningu lýkur 9. september

Einar Guðmundsson

19. ágúst 2011 21:15