Á fjölskylduhátíð í Vogunum þann 13. Ágúst var boðið upp á Ökuleikni sem hluta af hátíðinni. Keppnin var í tvennu lagi. Fyrst má segja að haldin hafi verið pólitísk Ökuleikni á fjarstýrðum bílum.

Keppt var á milli fulltrúa nefnda sveitarfélagsins: Atvinnumálanefndar, Umhverfis- og skipulagsnefndar, Frístunda- og menningarnefndar og Fræðslunefndar. Það voru formenn nefndanna sem kepptu að undnadkilinni fræðslunefnd, þar keppti Júlía Rós Atladóttir. Keppnin var í útsláttarformi og áttu keppendur að stýra fjarstýrðum bíl milli þrauta. Ekki gekk það alveg þrautalaust og áttu sumir í mesta basli þegar þeir áttu að aka bílunum til sín aftur. Eftir undankeppnina stóðu Hörður Harðarson og Jón Elíasson eftir og kepptu til úrslita. Flestir veðjuðu á Hörð þar sem hann rúllaði upp undankeppninni og var ekki nema 31 sekúndu að aka brautina meðan Jón hafðiverðið 170 sekúndur. En Hörður lenti á smá basli í úrslita rimmunni og var 88 sekúndur í brautinni meðan Jón tók þetta með ró og kláraði brautina á 55 sekúndum. Hann hlaut bikar að launum.

Seinni hluti ÖKULEIKNINNAR var keppni á VW Golf sem Hekla lánaði til keppninnar og er Heklu sérlega þakkað stuðningurinn.
Keppt var í karla og kvennariðli og skráðu 19 aðilar sig til keppni, 7 komur og 12 karlar. Ekki luku allir keppni en hart var barist um efstu sætin. Keppendur svörðu fyrst 5 léttum umferðarspurningum og áttu síðan að aka þrautabraut á sem stystum tíma og gera sem fæstar villur. Í ljós kom að villurnar vógu meira en hraðinn og þeir sem vönduðu sig áttu meiri möguleika á sigri.

Smelltu hér til að skoða myndir.

Eins og sést þá voru einungis 4 seúndur sem skildu að bæði 1. 2. Og 3. Sæti í karlariðli og sama var uppi á teningnum milli 2. Og 3. Sætis í kvennariðli.
Niðurstaðan var eftirfarandi:

Karlariðill
Smári Baldursson 123 sek
Einar J Benediktsson 127 sek
Magnús H Steingrímsson 131 sek

Kvennariðill
Sigríður Baldursdóttir 185 sek
Guðrún Andrea Einarsdóttir 208 sek
Ellen Lind Ísaksdóttir 212 sek

Sigurvegararnir hafa öðlast þátttökurétt í íslandsmeistarakeppninni 10. September án þátttökugjalda.

Einar Guðmundsson

15. ágúst 2011 16:33