Fréttir

Home/Fréttir

Veltibíllinn heimsækir alla grunnskóla á Austurlandi

Á þessu ári hefur verið mikið að gera hjá okkur í Veltibílnum. Við höfum farið í 46 heimsóknir og hafa yfir 16.375 farþegar farið veltu í bílnum hjá okkur. Dagana 10. - 14. október ætlum við að ferðast með Veltibílinn í alla grunnskóla á Austurlandi frá Hofi í Öræfum austur að Þórshöfn. Slík heimsókn er [...]

By |2022-10-09T16:38:20+00:0029. september 2022 | 19:01|

Aðalfundur 2022

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 17:00. Fundurinn fer fram á neðri hæð kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]

By |2022-03-10T19:58:12+00:0010. mars 2022 | 19:58|

Áframhaldandi samningur undirritaður við Eimskip

Síðustu ár hefur Eimskip stutt myndarlega við bakið á Veltibílnum og fyrir það er félagið þakklátt. Í gær var svo undirritaður samningur milli Brautarinnar og Eimskips út árið 2023 um áframhaldandi stuðning Eimskips.  Fyrir frjáls félagasamtök er svona stuðningur gríðarlega mikilvægur og sýnir vel það traust sem Eimskip hefur á starfi félagsins. Með stuðningnum [...]

By |2022-01-25T10:48:40+00:0025. janúar 2022 | 10:48|

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 11. maí 2021 kl. 18:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]

By |2021-04-06T11:21:41+00:006. apríl 2021 | 11:21|

Styrkur úr Minningarsjóði Lovísu Hrundar

Minningarsjóður Lovísu Hrundar afhenti í dag myndarlegan styrk til Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna að upphæð 2.000.000 kr. vegna endurnýjunar á Veltibílnum. Síðastliðin 25 ár hefur félagið notað Veltibílinn markvisst til þess að vekja athygli landsmanna á mikilvægi bílbeltanna. Á þessum tíma hafa 362.000 manns farið hring í bílnum. Barátta fyrir umferðaröryggi hefur verið hornsteinn félagsins [...]

By |2020-10-23T23:27:44+00:0023. október 2020 | 23:27|

Vestfjarðavísitasía gengur vel

Þessa dagana er Veltibíllinn að heimsækja grunnskólana á Vestfjörðum. Markmiðið er einfalt: Að öll grunnskólabörn á Vestfjörðum upplifi mikilvægi bílbeltanna og láti það þannig aldreið undir höfuð leggjast að sleppa beltunum. Við byrjuðum á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum í gær, sunnudag og fengum frábærar viðtökur. Í morgun tókum við daginn snemma og byrjðum á [...]

By |2020-09-21T09:47:36+00:0021. september 2020 | 09:45|

Veltibíllinn fer hring um Vestfirðina

Dagana 20. - 23. september 2020 mun Veltibíllinn heimsækja alla grunnskóla á Vestfjörðum. Þegar Brautin - bindindisfélag ökumanna var stofnað árið 1953 var félagið rekið í deildum en árið 1999 var rekstrarforminu breytt og félagið sameinað í eina heild. Nýlega kom í ljós að við þessa breytingu árið 1999 urðu peningar eftir á bankareikningi [...]

By |2020-09-11T10:48:20+00:0011. september 2020 | 10:38|

Brautin fær nýjan Veltibíl afhentan

Í dag fékk Brautin - bindindisfélag ökumann afhentan spunkunýjan Veltibíl af nýjustu gerð Volkswagen Golf frá Heklu. Við sama tækifæri var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur á milli Brautarinnar og Heklu.  Athöfnin fór fram við Perluna í dag og voru það Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, sem fóru fyrstu [...]

By |2020-07-10T02:29:21+00:0010. júlí 2020 | 02:29|

Nýr Veltibíll afhentur fimmtudaginn 9. júní

Verið velkomin á frumsýningu á nýjum veltibíl sunnan við Perluna í Öskjuhlíð fimmtudaginn 9. júlí kl. 15:00. Um er að ræða splunkunýjan Volkswagen Golf frá HEKLU og er hann í eigu Brautarinnar. Markmiðið með veltibílnum er að leyfa farþegum að finna hve mikilvægt er að nota bílbelti, hvort sem setið er í framsæti eða [...]

By |2020-07-08T15:07:15+00:008. júlí 2020 | 15:05|

Aðalfundur 2020 og félagsgjöld

Tölvuteikning af nýja bílnum. Litirnir eru ekki endilega réttir. Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn mánudaginn 25. maí 2020 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. [...]

By |2020-04-17T17:17:19+00:002. apríl 2020 | 22:29|

Aðalskoðun gerist bakhjarl Veltibílsins

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að fyrr í dag var gengið frá samkomulagi við Aðalskoðun um að fyrirtækið gerist bakhjarl Veltibílsins. Aðalskoðun er rúmlega 25 ára gamalt fyrirtæki sem hefur alla tíð lagt sig fram að bjóða fram góða þjónustu á góðu verði, auk þess að sýna samfélagslega ábyrgð í ýmsum [...]

By |2020-03-10T21:51:22+00:0010. mars 2020 | 21:51|

Góa og KFC styðja myndarlega við nýjan Veltibíl

Eins og greint hefur verið frá áður stendur mikið til á þessu ári. Nú eru komin 25 ár síðan veltibílskerran var smíðuð og komið að endurnýjun. Sömuleiðis er komið að endurnýjun á VW Transporter dráttarbílnum og von er á nýjum VW Golf frá Heklu til þess að setja á bílinn. Því var ákveðið að slá [...]

By |2020-01-15T22:22:38+00:0015. janúar 2020 | 22:22|

Gleðileg jól

Dagana fyrir jól hljómar útvarpsauglýsing félgsins á miðlum Sýnar þar sem félagið minnir á að áfengi og akstur megi aldrei fara saman. Stjórn Brautarinnar færir félagsmönnum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum hugheilar jóla- og áramótakveðjur. 

By |2019-12-23T22:15:38+00:0023. desember 2019 | 22:14|
Go to Top