Síðustu ár hefur Eimskip stutt myndarlega við bakið á Veltibílnum og fyrir það er félagið þakklátt. Í gær var svo undirritaður samningur milli Brautarinnar og Eimskips út árið 2023 um áframhaldandi stuðning Eimskips. 

Fyrir frjáls félagasamtök er svona stuðningur gríðarlega mikilvægur og sýnir vel það traust sem Eimskip hefur á starfi félagsins. Með stuðningnum mun Brautin áfram geta rekið Veltibílinn og gefið landsmönnum tækifæri til þess að upplifa mikilvægi bílbeltanna á eigin skinni. 

Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs Eimskips, og Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar, undirrita samninginn.

Guðmundur Karl Einarsson

25. janúar 2022 10:48