Á þessu ári hefur verið mikið að gera hjá okkur í Veltibílnum. Við höfum farið í 46 heimsóknir og hafa yfir 16.375 farþegar farið veltu í bílnum hjá okkur. Dagana 10. – 14. október ætlum við að ferðast með Veltibílinn í alla grunnskóla á Austurlandi frá Hofi í Öræfum austur að Þórshöfn. Slík heimsókn er auðvitað kostnaðarsöm og því hafa nokkur veljviljuð fyrirtæki á svæðinu styrkt verkefnið. Þessi fyrirtæki eru Orkan, Alcoa Fjarðaál, Brim, Síldarvinnslan og Skinney-Þinganes. Við færum þeim okkar bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook síðu Veltibílsins og Instagram síðunni

Dagskrá heimsóknar á Austurland

Mánudagur

Höfn
Djúpivogur
Breiðdalsvík
Stöðvarfjörður

Þriðjudagur

Fáskrúðsfjörður
Reyðarfjörður
Eskifjörður

Miðvikudagur

Neskaupstaður
Fellabær/Borgarfjörður Eystri
Brúarskóli

Fimmtudagur

Seyðisfjörður
Egilsstaðir

Föstudagur

Vopnafjörður
Þórshöfn

Guðmundur Karl Einarsson

29. september 2022 19:01