Brautin – bindindisfélag ökumanna færði Slysavarnafélaginu Landsbjörgu Veltibílinn að gjöf fyrr í dag og mun Slysavarnafélagið Landsbjörg alfarið taka við rekstri bílsins.

Félagið okkar er 70 ára um þessar mundir, en því miður hefur endurnýjum félagsmanna ekki átt sér stað og verkefnin því verið á höndum fárra manna og ekki fyrirsjáanlegt í náinni framtíð að yngri félagsmenn taki við rekstrinum á næstu misserum.

Við erum þess fullvissir að Veltibíllinn á sér afar góða framtíð hjá nýjum eiganda og nú þegar hafa komið upp nýjar og skemmtilegar hugmyndir um notkun Veltibílsins í náinni framtíð.

Við hjá Brautinni göngum stoltir frá borði á þessum tímamótum og vitum að Veltibíllinn mun áfram gera sitt gagn hjá nýjum eigendum, þjóðinni allri til heilla.

Við erum þess fullvissir að á síðustu 28 árum hefur Veltibíllinn bjargað mjög mörgum frá því að slasast í umferðinni og af því getum við öll verið afar stoltir.

Landsbjörg hefur opnað fyrir netfangið veltibillinn@landsbjorg.is þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um bílinn. Þegar liggja fyrir nokkrar bókanir fyrir árið 2024 og mun Landsbjörg sjá um þær.

Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar og Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrita samning um gjöfina.

Borghildur Fjóla tekur við lyklunum af Páli.

Páll og Borghildur Fjóla taka eina veltu að afhendingu lokinni.

Páll H. Halldórsson, formaður Brautarinnar og Einar Guðmundsson, ritari.

Feðgarnir Einar Guðmundsson, ritari stjórnar, og Guðmundur Karl Einarsson, gjaldkeri.

Veltibíllinn nýbónaður við Háskólann í Reykjavík.

Landsbjörg mun halda áfram að nýta bílinn við umferðaröryggisfræðslu í landinu.

Páll H. Halldórsson

25. nóvember 2023 18:58