Þessa dagana er Veltibíllinn að heimsækja grunnskólana á Vestfjörðum. Markmiðið er einfalt: Að öll grunnskólabörn á Vestfjörðum upplifi mikilvægi bílbeltanna og láti það þannig aldreið undir höfuð leggjast að sleppa beltunum. Við byrjuðum á Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum í gær, sunnudag og fengum frábærar viðtökur.

Í morgun tókum við daginn snemma og byrjðum á Bíldudal þar sem bæði börn og starfsfólk hlustu af athygli á Rallý Palla segja frá mikilvægi beltanna og svo fóru auðvitað allir í hring. Næst er það svo Tálknafjörður kl. 10 og Patreksfjörður kl. 13. Á morgun er svo Bolungarvík, Súðavík og Ísafjörður á dagskránni en heimsókninni lýkur á miðvikudag þegar við förum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. 

Hægt er að fylgjast með ferð Veltibílsins á Facebook síðunni okkar

Páll H. Halldórsson

21. september 2020 09:45