Yearly Archives: 2006

Melissa – hátíðardrykkur 2007

Brautin stendur nú 3. árið í röð fyrir hvatningu til neyslu óáfengra drykkja. Að þessu sinni er það Melissa sem er hátíðardrykkur 2007. Drykkurinn er blandaður af Jóa Fel og birtur ásamt fleiri uppskriftum hér á vefnum.Félagið telur afar mikilvægt að gestgjafar bjóði gestum sínum upp á óáfenga drykki samhliða þeim áfengu. Fjöldi fólks kýs [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0028. desember 2006 | 11:34|

Gleðilega hátíð

Brautin óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jafnfram þakkar félagið veittan stuðning á árinu sem er að líða.Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna

By |2010-08-16T22:33:51+00:0024. desember 2006 | 13:19|

Umræða um Suðurlandsveg

Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar því frábæra framtaki Sjóvá að hefja umræðu um tvöföldun Suðurlandsvegar. Félagið telur að umbætur á þessum vegarkafla komi til með að skila sér í verulega auknu umferðaröryggi fyrir vegfarendur og hvetur Alþingi og ríkisstjórn til að þiggja boð um kostun á gerð vegarins. 

By |2010-08-16T22:33:51+00:004. desember 2006 | 22:09|

Gott framtak lögreglunnar á Akranesi

Brautin – bindindisfélag ökumanna fagnar því framtaki lögreglunnar á Akranesi að senda foreldrum eða forráðamönnum ólögráða ökumanna sem brjóta af sér í umferðinni bréf þar um. Félagið telur að þetta hafi ótvírætt forvarnagildi og hvetur jafnframt önnur lögregluembætti til góðrar eftirbreytni.

By |2010-08-16T22:33:51+00:004. desember 2006 | 16:20|

Baróninn – hátíðardrykkur 2006

Höf: Jónína Tryggvadóttir 1 tsk Heslihnetusíróp frá Routin 8 cl Nýmjólk 12 gr Noir Praline súkkulaði frá Café Tesse einfaldur espresso eða sterkt lagað kaffi hálfþeyttur rjómi Aðferð: Sírópið er sett í botninn á glasinu, mjólkin hituð með súkkulaðinu útí og hellt í koníaksglas, sterku kaffinu hellt yfir og toppað með rjómanum.

By |2016-12-30T00:12:28+00:001. desember 2006 | 07:02|

Vetrarylur

2-3 tsk blóðappelsínusíróp frá Routin 35 cl heitt vatn 3 tsk Bora Bora ávaxtate appelsínubátur sítrónubátur Aðferð: Teið er lagað og látið trekkja í 3-5 mín. Sírópin hellt í glas á fæti og teinu yfir, appelsína og sítróna kreist yfir og hrært saman við, skreytt með sítrónu- og appelsínusneiðum. Þessi er góður bæði heitur og [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:001. desember 2006 | 07:02|

Möndludraumur

1/2 bréf möndlu bragðbættur kakódrykkur frá Monbana 15 cl mjólk 1 tsk Amaretto síróp frá Routin saxaðar möndlur Aðferð: Mjólin er hituð, kakóduftinu blandað útí og hrært vel. Sírópinu blandað við og skreytt með söxuðum möndlum og kakódufti.

By |2016-12-30T00:12:28+00:001. desember 2006 | 07:00|

Chai Latter

2 tsk Spicy Chai laufte 1 tsk negulnaglar 1/2 kanilstöng 2 tsk Chai síróp frá Routin 9 cl heitt vatn 14 cl Nýmjólk Aðferð: Teið er lagað, negul, kanil og sírópi blandað útí og látið standa í 3-5 mín. Þá er kryddið sigtað frá og teinu hellt í glas. Nýmjólkin hituð og hellt yfir. Allt [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:001. desember 2006 | 06:59|

Merkingar við framkvæmdir

Brautin – bindindisfélag ökumanna leggur áherslu á að þeir aðilar sem starfa við framkvæmdir á eða við vegi fari eftir leiðbeiningum Vegagerðarinnar um vegmerkingar við vinnusvæði. Félagið hvetur til þess að merkingar séu frekar fleiri en færri og þá sérstaklega ljósamerkingar í svartasta skammdeginu.

By |2010-08-16T22:33:51+00:0027. nóvember 2006 | 13:28|

Opnun Vímuvarnaviku 2006

Í dag hófst formlega Vímuvarnavika 2006 með kynningarfundi í húsakynnum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Á fundinum voru áherslur og viðburðir vikunnar kynntir. Í tilefni vikunnar undirritaði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, forvarnasamning til eins árs við Samstarfsráð um forvarnir. Menntamálaráðuneytið og samgönguráðuneytið standa einnig að samningnum. Á fundinum fluttu ávörp auk ráðherra, Árni Einarsson framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0017. október 2006 | 22:12|

Opið hús

Í dag hefst formlega Vímuvarnavikan 2006. Fjölmargir aðilar standa að vikunni og er Brautin - bindindisfélag ökumanna þeirra á meðal. Vikan stendur yfir til 21. október og verður áhersla lögð á vímuvarnir, sérstaklega upphafsaldur áfengisneyslu.Af þessu tilefni mun Brautin standa fyrir opnu húsi í Sjóvá Forvarnahúsinu fimmtudaginn 19. október kl. 16-19. Þar verður starf félagsins [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0017. október 2006 | 09:55|

Brautin fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur

Brautin - bindindisfélag ökumanna fagnar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn framkvæmdastjóra Rolf Johansen & Co. ehf. Félagið hefur ávalt barist hart gegn auglýsingum á áfengi, enda er það sýnt að mati félagsins að slíkar auglýsingar auki neyslu á áfengi.  Félagið lýsir yfir ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms og vonar að hann hafi fordæmisgildi í líkum [...]

By |2010-08-16T22:34:09+00:0011. október 2006 | 17:04|
Go to Top