Fréttir

Þriðjungur ökumanna notar ekki stefnuljós

Í byrjun apríl 2013 gerði Brautin – bindindisfélag ökumanna könnun á stefnuljósanotkun ökumanna. Niðurstöður hennar sýna ótvírætt að stefnljósanotkun höfuðborgarbúa er ábótavant en aðeins 66% ökumanna sem félagið fylgdist með gaf stefnuljós þegar þeir beygðu. Kannaðar voru nokkrar gerðir gatnamóta og fylgst með alls 2.400 ökumönnum. Mismunur eftir hringtorgum Besta stefnuljósanotkunin var á hringtgorginu við [...]

By |2016-12-30T00:12:11+00:0015. apríl 2013 | 19:09|

Brautin aðstoðar við bílstjóradag hjá Eimskip

Laugardaginn 13. apríl 2013 var Eimskip með bílstjóradag fyrir dreifingardeildina á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er árlegur viðburður og að þessu sinni var leitað til Brautarinnar um aðstoð við fundinn og var hluti námskeiðsins Ökuleikni sem Brautin undirbjó og lagði til starfsmenn og tæki til. Ökuleiknin var sér hönnuð með tilliti til efnis bílstjóradagsins sem var akstur [...]

By |2016-12-30T00:12:11+00:0014. apríl 2013 | 11:38|

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 28. maí 2013 kl. 18:00 í Borgartúni 41 (Ökuskóla 3). Dagskrá fundarins verður í samræmi við 4. gr laga félagsins. Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum.

By |2016-12-30T00:12:11+00:002. apríl 2013 | 14:40|

Ölgerðin bætir þekkingu ökumanna

Brautin og Ölgerðin hafa í vetur átt með sér gott samstarf sem miðar að því að bæta þekkingu ökumanna Ölgerðarinnar. Þannig hélt Brautin sérstaka Ökuleikni fyrir bílstjóra Ölgerðarinnar á haustmánuðum og vakti keppnin mikla ánægju þrátt fyrir lítils háttar rigningu. Nú í mars var svo haldið stutt námskeið fyrir bílstjórana sem hluti af öryggisviku Ölgerðarinar. [...]

By |2017-10-16T16:30:13+00:0021. mars 2013 | 14:06|

Er of dýrt að skipta um peru?

Ökumenn hafa eflaust tekið eftir því að ljósabúnaði bifreiða á höfuðborgarsvæðinu er oft og tíðum ábótavant. Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega athugun þar sem ljósabúnaður bifreiða var kannaður. Skoðað var ástand og notkun framljósa 2.200 bifreiða og afturljósa ríflega 2.000 bifreiða. Ekki var litið á stefnuljós eða hemlaljós. […]

By |2016-12-30T00:12:11+00:0010. desember 2012 | 23:10|

Afsláttarkjör hjá Bíla…Áttunni

Félagsmenn í Brautinni - bindindisfélagi ökumanna hafa í fjölmörg ár fengið afslátt af smurvinnu hjá Smurstöðinni Stórahjalla. Smurstöðin var, eins og nafnið ber með sér, staðsett í Stórahjalla í Kópavogi. Hún flutti svo starfsemi sína á Dalveg í Kópavogi. En nú hafa þau tíðindi átt sér stað að Smurstöðin Stórahjalla og Bíla...Áttan hafa sameinast undir [...]

By |2016-12-30T00:12:14+00:0022. nóvember 2012 | 14:34|

Allrahanda og Íslandspóstur Íslandsmeistarar

Sigurvegarar dagsins Í dag, 13. október, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. 30 keppendur tóku þátt og kepptu ýmist á rútum og/eða trukkum. Keppnin var í raun tvær keppnir, önnur á rútum og hin á trukkum. Keppnin var spennandi og munaði aðeins örfáum sekúndum á efstu mönnum. [...]

By |2017-10-16T16:30:14+00:0013. október 2012 | 18:04|

Trukka- og rútuökuleikni 13. október

Laugardaginn 13. október 2012 verður seinni hluti Íslandsmeistarakeppninnar í Ökuleikni haldinn á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún. Um er að ræða Trukkaökuleikni og Rútuökuleikni. Keppnin fer þannig fram að fyrst verður keppt á tveimur rútum (stórri annars vegar og lítilli hins vegar) og hins vegar á tveimur trukkum (stórum og litlum). Ekið er í gegnum [...]

By |2017-10-16T16:30:08+00:004. október 2012 | 12:09|

Íslandsmeistrar í Ökuleikni 2012

Í dag, sunnudaginn 30 . september, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. 18 keppendur tóku þátt í keppninni og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar eru Ævar Sigmar Hjartarson í karlariðli og Ragna Óskarsdóttir í kvennariðli. Lítið bar þó á milli efstu manna í riðlum og var Ævar, sem ók samtals á 379 sekúndum aðeins níu sekúndum [...]

By |2017-10-16T16:30:08+00:0030. september 2012 | 17:37|

Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni 2012

Ákveðið hefur verið að Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni verði haldin sunuudaginn 30. september á svæði Ökuskóla 3 á Kirkjusandi í Reykjavík. Eins og venjulega er keppt í kvennariðli og karlariðli. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum riðli. Mæting er á Kirkjusand kl. 12:30. Keppni hefst kl. 13. Þátttökugjald: 1.000 kr Skráning: Smelltu hér [...]

By |2017-10-16T16:30:08+00:0023. september 2012 | 16:43|

Úrslit Ökuleikni í Vogum

Í dag, laugardaginn 18. ágúst, fara fram fjölskyldudagar í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ökuleiknin var á svæðinu og var haldin keppni fyrir þá sem vildu. 11 manns tóku þátt en keppt var á VW Golf sem Hekla lánaði. Úrslitin voru þessi: Kvennariðill Guðný Guðmundsdóttir, 169 sekúndur Harpa Dögg, 172 sekúndur Guðrún Andrea Einarsdóttir, 191 sekúnda Karlariðill [...]

By |2017-10-16T16:30:08+00:0018. ágúst 2012 | 14:13|
Go to Top