Stefán Eiríksson lögreglustjóri verður gestur fundarins.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri verður gestur fundarins.

Aðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 28. maí 2013 kl. 18:00 í Borgartúni 41 (Ökuskóla 3).

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 4. gr laga félagsins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, verður gestur fundarins og mun hann kynna nýja hugsun í umferðaröryggismálum: Umferðarsáttmála.

Félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Greiðsluseðlar vegna félagsgjalda 2013 eru á leiðinni til félagsmanna en kröfur vegna þeirra má þegar sjá í netbönkum. Þá hefur sú nýbreytni verið gerð að valkrafa að upphæð 2.000 kr hefur verið stofnuð í netbönkum eldri félaga og geta þeir þá greitt kröfuna, kjósi þeir að styðja við félagið.

Guðmundur Karl Einarsson

14. maí 2013 21:12