Sigurvegarar dagsins

Í dag, 13. október, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á trukkum og rútum. 30 keppendur tóku þátt og kepptu ýmist á rútum og/eða trukkum. Keppnin var í raun tvær keppnir, önnur á rútum og hin á trukkum.

Keppnin var spennandi og munaði aðeins örfáum sekúndum á efstu mönnum. Keppendur tóku þátt sem einstaklingar en mynduðu einnig lið þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá.

Þátttaka var góð en 23 kepptu í trukkaökuleikni og 16 í rútuökuleikninni. Í rútukeppninni varð Valdimar Guðmundur Þórarinsson í fyrsta sæti en Valdimar ók á 428 sekúndum. 20 sekúndum eftir honum varð Ævar Sigmar Hjartarson og í þriðja sæti Atli Ásgrímur Ásmundsson. Fyrir hverja villu bættust 20 sekúndur við tímann og því munurinn aðeins ein villa. Í liðakeppninni varð lið Allrahanda hlutskarpast en Íslandsmeistarar 2011 frá Íslandspósti enduðu í 2. sæti.

Í trukkakeppninni var munurinn örlítið meiri en sigurvegari varð Sigurður Ástgeirsson með 420 sekúndur. Í öðru sæti Atli Grímur Ásmundsson með 450 sekúndur og þriðji varð Íslandsmeistrarinn í rútunum, Valdimar Guðmundur Þórarinsson á 473 sekúndum. Í liðakeppninni varð svo lið Íslandspósts með 494 sekúndur.

Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar:

„Það var afskaplega ánægjulegt að sjá hvað við eigum færa bílstjóra sem aka um landið á þessum stóru ökutækjum. Enn fremur að þeir séu viljugir að koma hér á laugardegi til þess að spreyta sig í svona keppni. Ég er þess fullviss um að þátttaka í Ökuleikni hjálpar ökumönnum að auka hæfni sína enn frekar og þekkja takmarkanir sínar og ökutækja sinna. Svona keppni væri ekki haldin nema með stuðningi góðra aðila og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.“

Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem stóð fyrir keppninni í samstarfi við Öskju, Sjóvá, Ölgerðina, Ökukennarafélag Íslands og Eimskip. Þá lánuðu Snæland Grímsson, Kynnisferðir og Ölgerðin Egill Skallagrímsson bifreiðar til að keppa á og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Úrslit í trukka og rútuökuleikni 2012

Myndir frá keppninni má finna hér á vefnum.  Á Facebook síðu Ökuleikninnar eru líka skemmtilegar Instagram myndir frá keppninni.

Rútukeppni

Einstaklingar rútur:

1. sæti Valdimar Guðmundur Þórarinsson 428
2. sæti Ævar Sigmar Hjartarson 448
3. sæti Atli Grímur Ásmundsson 458

 

Liðakeppni rútur:

1. sæti Allrahanda 486
2. sæti Íslandspóstur 1 532
3. sæti Strumparnir 561
4. sæti Teitur Jónasson 609

Trukkakeppni

Einstaklingar trukkar:

1. sæti Sigurður Ástgeirsson 420
2. sæti Atli Grímur Ásmundsson 450
3. sæti Valdimar Guðmundur Þórarinsson 473

 

Liðakeppni trukkar:

1. sæti Íslandspóstur 1 494
2. sæti Íslandspóstur 3 513
3. sæti Strumparnir 526

 

Guðmundur Karl Einarsson

13. október 2012 18:04