Félagsmenn í Brautinni – bindindisfélagi ökumanna hafa í fjölmörg ár fengið afslátt af smurvinnu hjá Smurstöðinni Stórahjalla. Smurstöðin var, eins og nafnið ber með sér, staðsett í Stórahjalla í Kópavogi. Hún flutti svo starfsemi sína á Dalveg í Kópavogi. En nú hafa þau tíðindi átt sér stað að Smurstöðin Stórahjalla og Bíla…Áttan hafa sameinast undir nafni Bíla…Áttunnar og er starfsemin á Smiðjuvegi 30 í Kópavogi.

Félagsmenn Brautarinnar fá áfram 15% afslátt af smurvinnu hjá Bíla…Áttunni og hvetjum við félagsmenn til þess að nýta sér þessi góðu kjör.

Einnig fá félagsmenn afslátt hjá N1 (sjá nánar hér).

Guðmundur Karl Einarsson

22. nóvember 2012 14:34