Laugardaginn 13. október 2012 verður seinni hluti Íslandsmeistarakeppninnar í Ökuleikni haldinn á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún. Um er að ræða Trukkaökuleikni og Rútuökuleikni.

Keppnin fer þannig fram að fyrst verður keppt á tveimur rútum (stórri annars vegar og lítilli hins vegar) og hins vegar á tveimur trukkum (stórum og litlum). Ekið er í gegnum þrautaplön og tíminn tekinn. Fyrir hverja villu sem keppandi gerir er bætt við tímann og því skiptir miklu máli að vanda sig..

Keppendur sem vilja geta myndað lið, t.d. frá þeim fyrirtækjum sem þeir starfa hjá, og verða veitt verðlaun bæði í einstaklingskeppninni og liðakeppninni.

Meirapróf er skilyrði fyrir þátttöku og skulu keppendur hafa ökuskírteini meðferðis.

Tímasetning: Laugdagurinn 13. október. Rútuökuleikni hefst kl. 12 og Trukkaökuleikni kl. 14.

Staður: Ökuskóli 3 við Borgartún

Þátttökugjöld: 1.000 kr á mann

Skráning: Fer fram hér á vefnum eða í síma 588 9070. Skráningu lýkur föstudaginn 12. október.

Þrautaplan: Þrautaplan fyrir rútur og trukka 2012

Hér má sjá myndir frá keppninni 2011.

 

 

Ökuleiknin er haldin í samstarfi við Eimskip, Sjóvá, Öskju, Ölgerðina, Ökukennarafélag Íslands, Kynnisferðir og Snæland Grímsson.

Guðmundur Karl Einarsson

4. október 2012 12:09