Í dag, sunnudaginn 30 . september, var haldin Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni. 18 keppendur tóku þátt í keppninni og varð niðurstaðan sú að Íslandsmeistarar eru Ævar Sigmar Hjartarson í karlariðli og Ragna Óskarsdóttir í kvennariðli. Lítið bar þó á milli efstu manna í riðlum og var Ævar, sem ók samtals á 379 sekúndum aðeins níu sekúndum á undan næsta manni, Sighvati Jónssyni, sem ók á 388 sekúndum.
Í kvennariðli var munurinn enn minni en Ragna ók á 742 sekúndum, aðeins þremur sekúndum á undan Íslandsmeistaranum frá 2011, Guðnýju Guðmundsdóttur sem ók á 745 sekúndum.
Það vekur athygli að í hópi keppenda í dag voru nokkrir fyrrum Íslandsmeistarar og var keppnin því nokkuð spennandi.

Keppnin er haldin af Brautinni – bindindisfélagi ökumanna en samstarfsaðilar eru Ökukennarafélag Íslands sem lánaði aðstöðu til keppnishalds, Hekla sem lánar VW Golf bifreiðar til keppni, N1 sem gaf sigurvegurum eldsneytisinneign, Sjóvá sem gaf verðlaun og Vífilfell sem gaf keppendum Coke Zero til að svala þorstanum.

Sigurvegarar dagsins frá vinstri:
Finnur Trausti Finnbogason, Ævar Sigmar Hjartarson, Sighvatur Jónsson, Atli Grímur Ásmundsson, Dagný Hrund Árnadóttir, Ragna Óskarsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir.

Tilgangur Ökuleikni er að vekja ökumenn til umhugsunar um hve mikilvægt er að vanda sig við akstur og að vandvirkni skiptir meira máli en hraði. Fleiri myndir frá keppninni er að finna hér. Einnig eru Instagram myndir frá keppninni á Twitter síðu Brautarinnar.

Úrslit Nafn Spr Tími Villur Samtals
1. Ragna Óskarsdóttir 7 497 21 742
2. Guðný Guðmundsdóttir 3 560 17 745
3. Dagný Hrund Árnadóttir 2 476 37 856
1. Ævar Sigmar Hjartarson 1 294 8 379
2. Sighvatur Jónsson 6 288 7 388
3. Atli Grímur Ásmundsson 1 317 8 402

Ökuleikni 2012 úrslit

Guðmundur Karl Einarsson

30. september 2012 17:37