Fréttir

VIKA 43

Vímuvarnavika 2008 verður haldin fimmta árið í röð og stendur yfir dagana 19. – 25. október nk. eða í viku 43.  Framvegis verður þessi 43. vika ársins notuð til að kynna málefni vímuvarna á Íslandi og heitir þá verkefnið framvegis „VIKA 43“.Vika 43 er vettvangur 20 félagasamtaka sem vilja leggja forvörnum lið og/eða hafa forvarnir [...]

By |2010-08-16T22:33:24+00:0022. október 2008 | 11:59|

Skrifstofan flutt

Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna ákvað á fundi sínum í sumar að flytja skrifstofu félagsins úr Brautarholti í Kringluna 5. Er þetta gert í hagræðingarskyni. Símanúmer félagsins helst óbreytt, 588-9070 og er hægt að hringja þangað til þess að ná sambandi við starfsmann félagsins. Einnig má nota tölvupóstfangið brautin (hjá) brautin.is. Athugið að framkvæmdastjóri er [...]

By |2010-08-16T22:33:51+00:0029. ágúst 2008 | 16:17|

Félagsgjöld

Nú hafa félagsgjöld 2008 verið send til greiðandi félagsmanna. Félagsmenn sem náð hafa 70 ára aldri fá frítt árgjald. Félagsgjöldin eru mikilvæg tekjulind fyrir félagið og þar sem þær eru ekki margar eru félagsmenn hvattir til þess að greiða seðilinn. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ekki bætist við aukakostnaður þótt seðillinn sé [...]

By |2010-08-16T22:33:51+00:005. maí 2008 | 13:41|

Aðalfundur framundan

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn miðvikudaginn 4. júní kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í Sjóvá Forvarnahúsinu. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf en einnig verður starf félagsins sérstaklega rætt. Ljóst er að miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi og því mikilvægt að ræða hvaða stefnu við viljum taka. Félagar eru hvattir sérstaklega til þess [...]

By |2010-08-16T22:33:51+00:002. maí 2008 | 23:25|

Dregið í happdrætti

Dregið hefur verið í happdrætti Brautarinnar. Upplýsingar um vinningsnúmer má finna með því að smella hér. Athugið að vinninga ber að vitja innan árs frá drætti, eða fyrir 31. desember 2008.Félagið þakkar stuðninginn. […]

By |2010-08-16T22:33:51+00:0031. desember 2007 | 13:05|

Gleðileg jól

Brautin - bindindisfélag ökumanna óskar félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Félagið þakkar góðan stuðning á árinu.Stjórn Brautarinnar 

By |2010-08-16T22:33:51+00:0022. desember 2007 | 01:38|

Happdrættisseðlar í desember

Nú hafa verið sendir út gíróseðlar  í happdrættir Brautarinnar árið 2007. Að þessu sinni verður dregið 31. desember og eru vinningar úttektir í Sjónvarpsmiðstöðinni. Happdrættið er eitt af mikilvægum fjáröflunartækjum sem félagið hefur yfir að ráða og því eru félagar og aðrir velunnarar hvattir til þess að styðja við starfið með kaupum á miða.

By |2010-08-16T22:33:51+00:0030. nóvember 2007 | 14:30|

Höfum hemil á hraðanum

Í síðustu viku var settur upp gámur við Esjurætur með áletruninni "Höfum hemil á hraðanum". Ofan á gámnum er skemmdur bíll og á þetta að minna ökumenn á að hve miklu máli skiptir að stilla hraðanum í hóf. Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem hafði veg og vanda að uppsetningunni í samvinnu við Sjóvá [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0022. júní 2007 | 00:16|

Ólöglegum reiðhjólum í verslunum fækkar

Fyrir tveimur árum gerði Brautin, bindindisfélag ökumanna, könnun á búnaði nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu. Könnun þessi var endurtekin í ár og þá gerð í samstarfi við Sjóvá Forvarnahúsið. Í ljós kom að fjöldi ólöglegra reiðhjóla fækkaði og eru nú 38%. Síðast kom í ljós að langflest þeirra voru ekki með allan þann löglega [...]

By |2014-05-27T10:05:14+00:0031. maí 2007 | 09:18|

Veltibíllinn víða um bæ

Vorið er alltaf annatími í rekstri Veltibílsins. Þá eru vorhátíðir í skólum og gríðarlega vinsælt að fá bílinn í heimsókn. Nú er svo komið að suma daga er jafnvel biðlisti eftir að fá bílinn. Það er eigendum bílsins sérstakt fagnaðarefni að geta nýtt hann svo víða enda hefur notkun hans sannað gildi sitt rækilega. [...]

By |2016-12-30T00:12:28+00:0022. maí 2007 | 01:03|

Aðalfundur 2007

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 24. maí n.k. kl. 17:30 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 1-3, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Félagsmenn sem greiddu félagsgjöld sín fyrir árið 2006 hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum.Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna. 

By |2010-08-16T22:33:51+00:0027. apríl 2007 | 07:25|

Félagsgjöld 2007

Nú hafa félagsgjöld fyrir árið 2007 verið send út og flestir ættu að vera búnir að fá þau. Tekjuleiðir félagsins eru ekki margar og því eru félagar hvattir til þess að greiða gjöldin sem fyrst. Sem fyrr bjóðum við upp á greiðslukortaþjónustu og hvetjum við félaga sérstaklega til þess að nýta sér hana þar sem [...]

By |2010-08-16T22:33:51+00:0031. mars 2007 | 14:01|

Tækni og vit 2007

Dagana 8-11 mars verður haldin stórsýningin Tækni og vit 2007 í Fífunni í Kópavogi. Sýningin er tileiknuð tækniþróun og þekkingariðnaði. Brautin verður á sýningunni með ökuherminn ásamt Sjóvá Forvarnahúsinu og Samgönguráðuneytinu undir nafni Sjóvá Forvarnahússins. Hermirinn verður staðsettur í bás G10.Sýningin er opin fagaðilum fimmtudaginn 8. mars frá 18-21 og föstudaginn 9. mars frá 11-19. [...]

By |2010-08-16T22:33:51+00:005. mars 2007 | 19:04|
Go to Top