Stjórn Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna ákvað á fundi sínum í sumar að flytja skrifstofu félagsins úr Brautarholti í Kringluna 5. Er þetta gert í hagræðingarskyni. Símanúmer félagsins helst óbreytt, 588-9070 og er hægt að hringja þangað til þess að ná sambandi við starfsmann félagsins. Einnig má nota tölvupóstfangið brautin (hjá) brautin.is.
Athugið að framkvæmdastjóri er ekki með fasta viðveru á skrifstofu félagsins og því nauðsynlegt að nota síma eða tölvupóst til þess að ná sambandi við félagið.

Guðmundur Karl Einarsson

29. ágúst 2008 16:17