Vorið er alltaf annatími í rekstri Veltibílsins. Þá eru vorhátíðir í skólum og gríðarlega vinsælt að fá bílinn í heimsókn. Nú er svo komið að suma daga er jafnvel biðlisti eftir að fá bílinn. Það er eigendum bílsins sérstakt fagnaðarefni að geta nýtt hann svo víða enda hefur notkun hans sannað gildi sitt rækilega.

Þannig hafa fjölmargir einstaklingar sett sig í samband við eigendur og þakkað fyrir að hafa lært hvernig á að losa bílbelti á hvolfi. Þeir hafa þá lent sjálfir í bílveltu og eru dæmi þess að sú kunnátta hafi bjargð lífi.


Þann 12. maí var bíllinn á vorhátíð Háteigsskóla. Alls fóru 415 nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir í bílinn á þeim 2 1/2 klst sem hann var við skólann. Hægt er að skoða myndir frá deginum á myndasíðu Veltibílsins.

Guðmundur Karl Einarsson

22. maí 2007 01:03