Í síðustu viku var settur upp gámur við Esjurætur með áletruninni "Höfum hemil á hraðanum". Ofan á gámnum er skemmdur bíll og á þetta að minna ökumenn á að hve miklu máli skiptir að stilla hraðanum í hóf. Það var Brautin – bindindisfélag ökumanna sem hafði veg og vanda að uppsetningunni í samvinnu við Sjóvá Forvarnahúsið og Eimskip Flytjanda.


Bíllinn hífður upp á gáminn


 Borðinn og bíllinn kominn á sinn stað


 Brautarbíllinn við gáminn

Guðmundur Karl Einarsson

22. júní 2007 00:16