Ökuleikni 2018 frestað
Stjórn Brautarinnar hefur ákveðið að fresta árlegri ökuleikni um eitt ár. Félagið stefnir að því að halda upp á 40 ára afmæli ökuleikninnar á næsta ári með glæsibrag.
Stjórn Brautarinnar hefur ákveðið að fresta árlegri ökuleikni um eitt ár. Félagið stefnir að því að halda upp á 40 ára afmæli ökuleikninnar á næsta ári með glæsibrag.
Brautin setti upp í vikunni Ökuleikninámskeið fyrir bílstjóra Kynnisferða. Þetta er nýlunda hjá Brautinni að nýta Ökuleiknina til að auka enn frekar öryggi bílstjóra á stórum bílum. Fyrst er haldinn fundur með bílstjórum þar sem bent er á ýmis mikilvæg atriði sem þurfa að vera í lagi hjá bílstjóra sem vill skara fram úr [...]
Síðustu daga skólaársins vinna nemendur 10. bekkjar Vogaskóla lokaverkefni sem þeir kynna svo fyrir samnemendum, kennurum og foreldrum sínum. Lokaverkefni hópsins ,,SPENNT“, þeirra Gígju Karitasar Thorarensen, Kristínar Lovísu Andradóttur og Svölu Lindar Örlygsdóttur fjallaði um nauðsyn öryggisbelta. Þær völdu þetta mikilvæga málefni í ljósi þess að nemendur í 10. bekk eru oftar en ekki farnir [...]
Laugardaginn 5. maí sl. afhenti Bílanaust félaginu tvo barnabílstóla af gerðinni Britax til þess að nota með Veltibílnum. Bílanaust hefur um árabil séð um að Britax barnabílstólar séu til staðar í Veltibílnum og var nú kominn tími á endurnýjun. Það er mikilvægt að hafa barnastóla til staðar þannig að allir aldurshópar hafi tækifæri til [...]
Ljósmynd: Brautin Föstudaginn 27. apríl 2018 gerði Brautin litla könnun á ljósanotkun bifreiða. Alls voru 362 bifreiðar taldar og af þeim voru 87 (24%) með aðeins með dagljós að framan eða ljóslaus með öllu. 275 (76%) voru hins vegar með ljós eins og kveðið er á um. Margir nýir bílar eru þannig [...]
Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]
Eitt örlagríkt kvöld í ágústmánuði 2008 breyttist líf hinnar þá átján ára gömlu Melissu Ann til frambúðar. Fyrr um kvöldið hafði hún setið að sumbli með vinum sínum og skemmt sér konunglega. Þegar kvöldið var á enda ákvað Melissa að setjast undir stýri og keyra heim. Það reyndust hennar stærstu mistök í lífinu. Hálsbrotnaði illa [...]
Í dag, laugardaginn 6. janúar 2018, var haldin bílasýning í Heklu á Laugavegi. Veltibíllinn var á staðnum og fengu 400 gestir að upplifa mikilvægi bílbeltanna. Samstarf Brautarinnar og Heklu nær yfir 20 ár aftur í tímann og er félaginu gríðarlega mikilvægt.
Í aðdraganda jólanna birtir Brautin - bindindisfélag ökumanna jóladagatal á vefnum, bæði hér á brautin.is og á Facebook síðu félagsins. Hver jólasveinn kom með skilaboð sem tengdust umferðaröryggi og lítil saga fylgdi hverjum. Átakið var unnið í samstarfi við Heklu sem lánaði bíl í verkefni og fékk það góðar viðtökur. Útvarpsauglýsingar eru einnig birtar á [...]
Stjórn Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna, boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi (félagsmiðstöð IOGT) kl. 17:00-19:30. Léttar veitingar í boði.
Í gær, 6. nóvember, varð umferðarslys á Hellisheiði. Samkvæmt neðangreindri frétt Mbl.is missti ökumaður vörubíls stjórn á bílnum og kom við það mikið högg á bílinn. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum farþegamegin en vörubíllinn hélt áfram og lenti á víravegriði sem þarna er. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ljóst er að betur hefði farið ef bílbeltin hefðu verið notuð.
Hjördís og Sighvatur langbestu ökumennirnir Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni á fólksbílum var haldin í dag, sunnudaginn 1. október. Keppnin var fyrst haldin árið 1978 og fagnar því 39 ára afmæli í ár. Keppendur voru 13 og mættu við höfuðstöðvar Eimskips við Sundahöfn. Það var Sighvatur Jónsson sem sigraði karlariðilinn í níunda skipti en hann sigraði fyrst [...]
Í dag fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum á svæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík. Fyrst var keppt á stórri rútu frá Austfjarðaleið og lítilli rútu frá SBA, hvort tveggja Benz rútur frá Öskju. Að þeirri keppni lokinni fór fram keppni þar sem keppt var annars vegar á Mercedes Benz Actros frá [...]