Ljósmynd: Brautin

Föstudaginn 27. apríl 2018 gerði Brautin litla könnun á ljósanotkun bifreiða. Alls voru 362 bifreiðar taldar og af þeim voru 87 (24%) með aðeins með dagljós að framan eða ljóslaus með öllu. 275 (76%) voru hins vegar með ljós eins og kveðið er á um. 

Margir nýir bílar eru þannig búnir að ökumaður þarf að kveikja ljósin sérstaklega til þess að framljós og afturljós logi. Sé það ekki gert eru einungis dagljós logandi að framan og engin að aftan. Þetta veldur því að margir bílar eru með öllu ljóslausir að aftan. Það bætist svo við að sumir bílar kveikja ekki ljósin sjálfkrafa í myrkri og því má gjarnan sjá bíla á ferð á kvöldin og nóttunni ljóslausa að aftan og með dagljós að framan sem jafnvel blinda aðra ökumenn í myrkri. 

Könnun á ljósanotkun ökumanna

Ekið eftir þjóðvegi 1 frá Borgarnesi og að Þingvallaafleggjara og þeir bílar sem við mættum taldir. Ekki var talið í Hvalfjarðargöngum og voru því mældir 50 km á tímabilinu 15:00-16:00.

 

Guðmundur Karl Einarsson

28. apríl 2018 10:50