Fréttir

Guðni forseti prófaði Veltibílinn

Veltibíllinn verður í Smáralind næstu daga sem hluti af verkefninu Höldum fókus sem Síminn, Samgöngustofa og Sjóvá standa fyrir. Þar verður hægt að prófa bílinn með sýndarveruleikagleraugu og upplifa þá stund þegar bílstjórinn missir bílinn út af og veltur vegna þess að hann var að nota Snapchat undir stýri.  Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, prófaði [...]

By |2017-10-02T09:45:57+00:0017. ágúst 2017 | 23:37|

Umferðaröryggisþjálfun á 15. heimsmóti skáta á Íslandi

Brautin-bindindisfélag ökumanna í samstarfi við grísk umferðarsamtök  RSI 'Panos Mylonas' skipulögðu í samvinnu við skátahreyfinguna á Íslandi fræðslubúðir á heimsmóti skáta á Úlfljótvatni dagana 31.júlí – 2. ágúst.  Meira en 5000 skátar, frá 95 löndum, á aldrinum 18-26 ára, tóku þátt í Moot Global Scout mótinu á Íslandi. Um 1800 skátar komu í tjaldið til [...]

By |2017-08-04T14:25:38+00:004. ágúst 2017 | 14:25|

Öryggisfræðsla á World Scout Moot

Brautin-bindindisfélag ökumanna hefur undanfarin misseri verið í samstarfi við umferðaröryggissamtök í Grikklandi sem kalla sig RSI. Brautin hefur sent mann nokkrum sinnum til Grikklands til að koma á fót forvarnahúsi og öðrum verkefnum. Í sumar leituðu þessi samtök til Brautarinnar um aðstoð og samstarf þar sem þau voru beðin að vera með stöðvar á alþjóðlega [...]

By |2017-07-26T09:17:12+00:0026. júlí 2017 | 09:17|

Ölvunarakstur enn stærsti þátturinn í banaslysum

Í fréttamiðlinum „Winchester Herald Chronicle (USA)“ er greint frá að nýjustu skýrslur benda til að ölvunarakstur sé ennþá stærsti þátturinn í banaslysum í Bandaríkjunum: þar kemur að auknng sé í akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Samtökin „ Mothers Against Drunk Driving“ vilja minna almenning á að ölvunarakstur sé ennþá stærsti þáttur í banaslysum og líkamstjónum í umferðinni í Bandaríkjunum.

By |2017-05-07T22:54:36+00:007. maí 2017 | 22:53|

Aðalfundur Brautarinnar 2017

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu.  Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til [...]

By |2017-04-24T15:39:01+00:0011. apríl 2017 | 15:14|

Nýtt heimilisfang

Þar sem til stendur að rífa Borgartún 41 þar sem félagið hefur verið með aðsetur undanfarin ár hefur heimilisfang félagsins verið flutt í húsnæði IOGT á Íslandi að Víkurhvarfi 1. Vegna eðlis starfseminnar er félagið þó ekki með skrifstofu í húsinu en aðstöðu til að geyma gögn og halda fundi. Heimilisfang félagsins er í Víkurhvarfi [...]

By |2017-01-25T12:02:41+00:0025. janúar 2017 | 12:02|

Hvað gerist raunverulega undir áhrifum áfengis?

Sérfræðingar leiða í ljós hvað í raun gerist þegar þú verður drukkin(n) Etanól binst viðtökum sem hægja á öllum viðbrögðum En mynda örvandi efni sem lætur þér líða vel, dópamín sem fer upp í heilann. En það breytir einnig ýmiskonar líkamsstarfssemi s.s. öndun og líkamshita. 7 kaloríur á hvert gramm áfengis – góð leið til [...]

By |2016-12-30T00:11:58+00:0030. desember 2016 | 00:00|

Jóladagatal 2016

Í aðdraganda jólanna birti Brautin - bindindisfélag ökumanna jóladagatal á vefnum, bæði hér á brautin.is og á Facebook síðu félagsins. Hver jólasveinn kom með skilaboð sem tengdust umferðaröryggi og lítil saga fylgdi hverjum. Átakið var unnið í samstarfi við Heklu sem lánaði bíl í verkefni og fékk það góðar viðtökur. Útvarpsauglýsingar voru einnig birtar á Bylgjunni [...]

By |2016-12-30T00:11:58+00:0029. desember 2016 | 23:57|

Íslandsmeistarar í Ökuleikni krýndir

Dagana 1. og 2. október fór fram árleg Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á vegum Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna. Keppnin var öllum opin og fór fram á svæði Ökuskóla 3 við Borgartún í Reykjavík. Trukkar  og rútur Laugardaginn 1. október var keppt á rútum og trukkum. Keppendur óku á Mercedes Benz sem Gray Line, Gámaþjónustan og Askja [...]

By |2017-10-16T16:30:05+00:002. október 2016 | 16:08|

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 17. maí kl. 17:00 í Borgartúni 41 í Reykjavík. Félagar sem greiddu félagsgjöld 2015 hafa atkvæðisrétt á fundinum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið. Stjórnarkjör. Kosnir tveir skoðunarmenn [...]

By |2016-12-30T00:12:01+00:0013. apríl 2016 | 18:37|

Kom­umst ekki niður fyr­ir tvö pró­sent­in

Um 2% barna í bíl­um við leik­skóla á Íslandi eru enn laus í bíln­um sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar, sem Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, Sjóvá, VÍS og Sam­göngu­stofa gerðu haustið 2015 á ör­yggi barna í bíl­um. Sam­bæri­leg­ar kann­an­ir hafa verið gerðar und­an­far­in 30 ár en árið 1985 voru um 80% barna al­veg laus í bíl­um, að því er fram [...]

By |2016-12-30T00:12:01+00:0015. janúar 2016 | 09:29|
Go to Top