E-GolfAðalfundur Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna verður haldinn þriðjudaginn 17. maí kl. 17:00 í Borgartúni 41 í Reykjavík. Félagar sem greiddu félagsgjöld 2015 hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf í samræmi við lög félagsins.

  1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Reikningsárið er almanaksárið.
  3. Stjórnarkjör.
  4. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara.
  5. Ákvörðun félagsgjalda.
  6. Önnur mál.

Á dagskrá fundarins er líka kynning frá Heklu þar sem fjallað verður um rafmagnsbíla og þróun þeim tengdri.

Guðmundur Karl Einarsson

13. apríl 2016 18:37