Fréttir

AÐALFUNDURINN

Í BRAUTAR blaðinu sem félögum var sent í dag var tímasetning aðalfundarins misrituð. Vegna þessa vill stjórn BFÖ taka eftirfarandi fram: Aðalfundurinn hefst kl. 17:30 fimmtudaginn 23. maí 2005. Fundurinn verður haldinn í Brautarholti 4a.

By |2010-08-16T22:34:45+00:0023. maí 2005 | 07:36|

Aðalfundurinn verður fimmtudaginn 26. maí

Aðalfundur Bindindisfélags ökumanna, BFÖ, verður haldinn að Brautarholti 4a í Reykjavík fimmtudaginn 26. maí og hefst klukkan 17:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rædd breyting á lögum félagsins sem felur í sér að nafni þess verði breytt í „Brautin, bindindisfélag ökumanna“. Þess má geta að frá 1962 til 1964 gaf félagið út tímarit sem hét Brautin [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0016. maí 2005 | 07:36|

Vandamál með tölvupóst

Undanfarna daga hefur verið vandamál að senda tölvupóst á félagið. Svo virðist sem ekki allur póstur skili sér. Vandamálið tengist því að fyrir skemmstu var síðan flutt á aðra vefþjóna. Verið er að vinna í málinu, en á meðan er hægt að senda póst beint af síðunni. Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0012. maí 2005 | 17:03|

Veltibíllinn vinsæll þessa dagana

Veltibíllinn er vinsæll þessa dagana. Mikið er um að skólar og félagasamtök panti bílinn í maí og júní. Hægt er að fá upplýsingar um Veltibílinn hér. Í dag var hann á vorhátíð í Öldutúnsskóla. Þar var margt um manninn, og fóru tæp 300 manns í bílinn. Veðrið var gott þó sólin léti ekki sjá sig. [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0029. apríl 2005 | 22:43|

Bann við áfengisauglýsingum hefur forvarnagildi

Samstarfsráð um forvarnir, sem BFÖ er aðili að, hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar hér á landi og hefur verið svo lengi. Ýmsir framleiðendur og dreifingaraðilar áfengra drykkja hafa þrátt fyrir það komist upp með að koma þeim á framfæri í auglýsingum með því meðal annars að [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:007. apríl 2005 | 08:13|

Ályktun stjórnar BFÖ

Á stjórnarfundi þann 9. mars síðastliðinn samþykkti stjórn BFÖ eftirfarandi ályktun. Hún hefur verið send borgarfulltrúum í Reykjavík: Stjórn Bindindisfélags ökumanna (BFÖ) sendir borgarfulltrúum og forráðamönnum Reykjavíkurborgar árnaðaróskir í tilefni niðurstöðu heildarúttektar á forvarnastarfi Reykjavíkurborgar á árunum 1997-2004. Samkvæmt úttektinni hefur forvarnarstarf síðustu ára skilað verulegum árangri. Þannig hefur áfengisneysla meðal nemenda í 10. bekk [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0031. mars 2005 | 15:07|

Ályktun frá stjórn

Á fundi stjórnar BFÖ þann 2. febrúar var samþykkt svohljóðandi ályktun: Stjórn BFÖ hvetur ökumenn til að huga að ljósabúnaði bíla. Í skammdeginu er mikilvægt að sjást og sjá aðra. Allt of margir bílar eru með bilaðan ljósabúnað. Góður ljósabúnaður er ódýr en mikilvægur búnaður sem stuðlar að auknu öryggi í umferðinni. Reykjavík, 2. febrúar [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:002. febrúar 2005 | 23:16|

Óáfengum drykkjum verði gert hærra undir höfði

Í dag, þriðjudaginn 21. desember, hleypti Bindindisfélag ökumanna af stokkunum verkefni til þess að vekja athygli á óáfengum drykkjum. Framundan eru miklar hátíðir með samkomuhaldi og veislum. BFÖ velur að þeim sökum þennan tíma til þess að hleypa verkefni sínu um óáfenga drykki af stokkunum. Verkefninu verður svo haldið áfram á næsta ári með ýmsum [...]

By |2010-08-16T22:34:45+00:0021. desember 2004 | 19:15|

Tveir af fimm

Tveir af fimm forsætisráðherrum Norðurlanda neyta ekki áfengis. Flestum er kunnugt að forsætisráðherra Noregs er bindindismaður en færri vita að sá finnski er það einnig. […]

By |2010-08-16T22:34:45+00:006. desember 2004 | 13:21|

Hundruð milljóna
til umferðaröryggis

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flutti ræðu við upphaf Umferðarþings 25. nóvember þar sem fram kom að á næsta ári yrðu lagðar tæpar 400 milljónir króna í aðgerðir í þágu umferðaröryggis og að á næstu fjórum árum yrði 1,6 milljarði króna varið til umferðaröryggisaðgerða. Ræða ráðherrans.

By |2010-08-16T22:34:45+00:0028. nóvember 2004 | 11:37|

Tvær merkar bækur

"Saga bílsins á Íslandi 1904-2004" eftir Sigurð Hreiðar Hreiðarsson er komin út. Bókin er 384 síður með um 400 myndum. Bókatíðindi."Þá riðu hetjur um héruð. 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi" eftir Njál Gunnlaugsson er komin út. Bókin er 168 síður með um 200 myndum. Bókatíðindi.

By |2010-08-16T22:34:45+00:0028. nóvember 2004 | 10:35|
Go to Top