Umferðarráð hefur mælt með því við samgönguráðuneytið að refsimörk vegna áfengis í blóði ökumanna verði lækkuð.
Á 200. fundi Umferðarráðs 28. október sl. var tekin fyrir beiðni samgönguráðuneytis um umsögn Umferðarráðs á minnisblaði og tilheyrandi gögnum sem forráðamenn Bindindisfélags ökumanna lögðu fram á fundi með samgönguráðherra í september sl. Þar er meðal annars vísað í umferðaröryggisáætlun til ársins 2012 þar sem lagt er til að almenn refsimörk áfengismagns í blóði verði 0,2 prómill og hjá ökumönnum yngri en 21 árs 0 prómill. Umferðarráð samþykkti að mæla með því við samgönguráðuneytið að almenn refsimörk áfengismagns í blóði verði lækkuð niður í 0,2 prómill og hjá öllum ökumönnum.

Guðmundur Karl Einarsson

6. desember 2004 13:17