Aðalfundur Bindindisfélags ökumanna, BFÖ, verður haldinn að Brautarholti 4a í Reykjavík fimmtudaginn 26. maí og hefst klukkan 17:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður rædd breyting á lögum félagsins sem felur í sér að nafni þess verði breytt í „Brautin, bindindisfélag ökumanna“. Þess má geta að frá 1962 til 1964 gaf félagið út tímarit sem hét Brautin og vefsíða félagsins ber nafnið Brautin.is.
Þá liggur fyrir að kjósa formann, tvo meðstjórnendur og tvo varamenn. Halldór Árnason, sem gegnt hefur formennsku í sjö ár, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Einnig er vitað að annar meðstjórnandinn og annar varamaðurinn ætla að hætta.

Fráfarandi stjórn hefur nýlega ráðið Guðmund Karl Einarssonar í starf framkvæmdastjóra, í stað Einars Guðmundssonar, sem óskaði eftir að láta af störfum vegna anna á öðrum vettvangi. Stjórnin hefur jafnframt tekið á leigu skrifstofuaðstöðu í Brautarholti 4a (sem mætti nefna Brautarstöðina ef nafnbreytingin verður samþykkt). Síminn er 588 9070.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn og taka þátt í ákvörðunum um starf og stefnu félagsins.

Guðmundur Karl Einarsson

16. maí 2005 07:36