Dregið í happdrætti
Dregið hefur verið í happdrætti Brautarinnar. Upplýsingar um vinningsnúmer má finna með því að smella hér. Athugið að vinninga ber að vitja innan árs frá drætti, eða fyrir 31. desember 2008.Félagið þakkar stuðninginn. […]
Gleðileg jól
Brautin - bindindisfélag ökumanna óskar félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.Félagið þakkar góðan stuðning á árinu.Stjórn Brautarinnar
Happdrættisseðlar í desember
Nú hafa verið sendir út gíróseðlar í happdrættir Brautarinnar árið 2007. Að þessu sinni verður dregið 31. desember og eru vinningar úttektir í Sjónvarpsmiðstöðinni. Happdrættið er eitt af mikilvægum fjáröflunartækjum sem félagið hefur yfir að [...]
Höfum hemil á hraðanum
Í síðustu viku var settur upp gámur við Esjurætur með áletruninni "Höfum hemil á hraðanum". Ofan á gámnum er skemmdur bíll og á þetta að minna ökumenn á að hve miklu máli skiptir að stilla [...]
Ólöglegum reiðhjólum í verslunum fækkar
Fyrir tveimur árum gerði Brautin, bindindisfélag ökumanna, könnun á búnaði nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu. Könnun þessi var endurtekin í ár og þá gerð í samstarfi við Sjóvá Forvarnahúsið. Í ljós kom að fjöldi [...]
Veltibíllinn víða um bæ
Vorið er alltaf annatími í rekstri Veltibílsins. Þá eru vorhátíðir í skólum og gríðarlega vinsælt að fá bílinn í heimsókn. Nú er svo komið að suma daga er jafnvel biðlisti eftir að fá bílinn. Það [...]
Aðalfundur 2007
Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 24. maí n.k. kl. 17:30 í Forvarnahúsinu, Kringlunni 1-3, Reykjavík. Dagskrá fundarins verður skv. ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Félagsmenn sem greiddu félagsgjöld sín fyrir árið 2006 [...]
Félagsgjöld 2007
Nú hafa félagsgjöld fyrir árið 2007 verið send út og flestir ættu að vera búnir að fá þau. Tekjuleiðir félagsins eru ekki margar og því eru félagar hvattir til þess að greiða gjöldin sem fyrst. [...]
Tækni og vit 2007
Dagana 8-11 mars verður haldin stórsýningin Tækni og vit 2007 í Fífunni í Kópavogi. Sýningin er tileiknuð tækniþróun og þekkingariðnaði. Brautin verður á sýningunni með ökuherminn ásamt Sjóvá Forvarnahúsinu og Samgönguráðuneytinu undir nafni Sjóvá Forvarnahússins. [...]
Ökuhermirinn í Kastljósi
Í Kastljósinu á þriðjudag var fjallað um áhrif áfengis á ökumenn. Félagið kom í heimsókn með ökuherminn. Andri Freyr útvarpsmaður var fenginn til þess að aka í herminum edrú, eftir 2 bjóra, eftir 4 bjóra [...]