Fréttir

Löglegan búnað vantar á 79% reiðhjóla í verslunum

Í árlegri könnun sem Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega kom í ljós að einungis 21% nýrra reiðhjóla í verslunum á höfuðborgarsvæðinu uppfylltu reglugerð 057/1994 um gerð og búnað reiðhjóla. Munaði þar mestu um að bjöllu vantaði á 72% reiðhjóla sem skoðuð voru. Þá vantaði keðjuhlíf á allmörg reiðhjól (27%) og glitmerki á önnur. 5% [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:0026. júní 2014 | 19:54|

Hekla og Brautin skrifa undir samstarfssamning

Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, og Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar, undirrita samstarfssamning Yfir 290 þúsund Íslendingar hafa prófað að fara í veltibíl frá því fyrsti veltibíllinn kom fyrir 19 árum. Þar af hafa í vor rúmlega 6000 einstaklingar prófað hann. En af hverju veltibíll? Notkun veltibílsins hefur skipt sköpum í umferðarfræðslu við að sýna [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:0023. júní 2014 | 10:13|

Ökuleikni á opnunarhátíð Bíladaga

Í dag, föstudaginn 13. júní, voru Bíladagar settir á Akureyri. Við opnun hátíðarinnar stóð Brautin fyrir Ökuleikni í samstarfi við Eimskip. Keppnin var spennandi og tóku 14 keppendur þátt. Ekki skemmdi frábært veður fyrir og gátu áhorfendur notið keppninnar. Eimskip gaf verðlaun í fyrstu þrjú sætin í bæði karlariðli og kvennariðli. Hekla og Bílaleiga Akureyrar [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0013. júní 2014 | 21:48|

Aðalfundur Brautarinnar

Kæri félagsmaður í Brautinni Stjórn Brautarinnar vill minna þig á aðalfund félagsins en hann verður haldinn miðvikudaginn 28. maí kl. 18.00 í Brautarholti 4a í Reykjavík.   Félagið varð 60 ára á starfsárinu og mörg ný tækifæri hafa skapast fyrir félagið að vinna að sínum markmiðum. Á dagskrá aðalfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Kynntar verða nýjar kannanir [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 17:14|

Ökuleikni

Ökuleiknin er eitt af föstu verkefnum Brautarinnar og fara nokkrar keppnir fram árlega. Á síðasta ári var keppt í Ökuleikni á Bíladögum á Akureyri og tóku 17 keppendur þátt. Nú nýbreytni var gerð við framkvæmd keppninnar að niðurstöður keppenda voru birtar jafnóðum á Facebook síðu Ökuleikninnar (www.facebook.com/okuleikni) og mæltist það vel fyrir. Helga Jósepsdóttir varð [...]

By |2017-10-16T16:30:06+00:0023. maí 2014 | 17:07|

Starf Brautarinnar í sumar

Stór þáttur í starfi Brautarinnar þegar fer að vora er að breiða út boðskapinn um notkun bílbelta.  Það er fyrst og fremst gert með því að ferðast með veltibílinn og leyfa fólki að prófa.  Nú er þegar búið að heimsækja 3 staði og rúmlega 1000 manns prófað hann í vor.  Grunnskólar keppast um að fá [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 17:03|

Afsakið, ég er akandi!

Það er í raun aðeins ein ástæða fyrir bindindi, einstaklingur vill ekki vera undir áhrifum utanaðkomandi vímuefna. Það eru hins vegar óteljandi afsakanir hvernig fólk afþakkar áfengi og önnur vímuefni. Þær koma æ oftar fram þar sem að aðstæðum hefur fjölgað umtalsvert þar sem boðið er upp á áfengi eða önnur vímuefni. Framboð á áfengi [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 16:57|

Brautin – bindindisfélag ökumanna 60 ára

Nú er nýlokið 60 ára afmælis ári Brautarinnar. Félagið var stofnað 29. September 1953 og er ljóst að stofnun félagsins átti eftir að hafa mikil áhrif á sitt samtímaumhverfi.  Greinilegt að mikil þörf var fyrir félag sem var á bindindisvængnum og vildi vinna að bættu umferðaröryggi og með sér áherslu á að fá ökumenn til [...]

By |2014-06-13T22:54:08+00:0023. maí 2014 | 16:48|

Nýtt vefrit Brautarinnar

Ágæti félagi. Í tilefni 60 ára afmælis félagsins hefur stjórn félagsins ákveðið að setja vefrit af stað.  Það verður sent reglulega á öll tölvupósföng félagsmanna.  Á þann hátt geta félagsmenn fylgst með hvað er á döfinni hverju sinni í félaginu.  Þeir geta sjálfir sent inn greinar og tekið á þann hátt í umræðunni. Við hvetjum [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:0023. maí 2014 | 16:36|

Aðalfundur 28. maí 2014

Aðalfundur Brautarinnar verður haldinn miðvikudaginn 28. maí 2014 kl. 18:00 í Brautarholti 4a. Nánari dagskrá verður samkvæmt ákvæðum 4. greinar laga félagsins. Félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á fundinum.

By |2016-12-30T00:12:09+00:0031. mars 2014 | 17:42|

Minning um Birgittu Pálsdóttur

Hún Birgitta hefur kvatt þennan heim. Fyrir okkur sem þekktu hana kemur fyrst upp minningin um jákvæða, káta og lífsglaða konu sem geislaði út frá. Við sem störfuðum með henni í Brautinni - bindindisfélagi ökumanna viljum þakka fyrir hennar óeigingjarna starf fyrir félagið. Í mörg ár var hún drifkraftur í að undirbúa og halda Ökuleikni [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:001. febrúar 2014 | 08:00|

Viðtal við formann Brautarinnar

Í þættinum Flakk á Rás 1 laugardaginn 21. desember var fjallað um bindindisstúkur á Íslandi. Umsjónarmaðurinn komst að raun um að aðeins tvær slíkar eru starfandi á landinu. Þó að Brautin - bindindisfélag ökumanna sé ekki stúka þá var engu að síður tekið viðtal við formann félagsins, Einar Guðmundsson, og hann spurður út í starf [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:0021. desember 2013 | 14:00|

Fimmti hver bíll á mikið slitnum dekkjum

Brautin-bindindisfélag ökumanna gerði könnun á 272 bílum sem lagt hafði verið í Smáralind þann 2. desember síðastliðinn.  Geta má þess að hálka og snjór var þennan dag á götum Höfuðborgar-svæðisins. Þrátt fyrir það var 5% bílanna enn á sumardekkjum og fjórði hver þeirra var á mikið slitnum sumardekkjum.  8% bílanna voru á ósamstæðum dekkjum sem [...]

By |2016-12-30T00:12:09+00:0017. desember 2013 | 12:08|
Go to Top