Löglegan búnað vantar á 79% reiðhjóla í verslunum
Í árlegri könnun sem Brautin – bindindisfélag ökumanna framkvæmdi nýlega kom í ljós að einungis 21% nýrra reiðhjóla í verslunum á höfuðborgarsvæðinu uppfylltu reglugerð 057/1994 um gerð og búnað reiðhjóla. Munaði þar mestu um að bjöllu vantaði á 72% reiðhjóla sem skoðuð voru. Þá vantaði keðjuhlíf á allmörg reiðhjól (27%) og glitmerki á önnur. 5% [...]