Ökumaður vörubíls kastaðist út úr bílnum
Í gær, 6. nóvember, varð umferðarslys á Hellisheiði. Samkvæmt neðangreindri frétt Mbl.is missti ökumaður vörubíls stjórn á bílnum og kom við það mikið högg á bílinn. Ökumaðurinn kastaðist út úr bílnum farþegamegin en vörubíllinn hélt áfram og lenti á víravegriði sem þarna er. Ökumaðurinn slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ljóst er að betur hefði farið ef bílbeltin hefðu verið notuð.
Kristinn Breiðförð Eiríksson
Dyggur og atorkusamur heiðursfélagi í Brautinni – bindindisfélagi ökumanna er fallinn frá. Kristinn tók virkan þátt í starfsemi Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna (BFÖ) í mörg ár. Hann sat í stjórn hennar allt frá 1977 og [...]
Bestu ökumenn landsins verðlaunaðir
Hjördís og Sighvatur langbestu ökumennirnir Íslandsmeistarakeppnin í Ökuleikni á fólksbílum var haldin í dag, sunnudaginn 1. október. Keppnin var fyrst haldin árið 1978 og fagnar því 39 ára afmæli í ár. Keppendur voru 13 og [...]
Íslandsmeistarar í Ökuleikni á rútum og trukkum
Í dag fór fram Íslandsmeistarakeppni í Ökuleikni á rútum og trukkum á svæði Eimskips við Sundahöfn í Reykjavík. Fyrst var keppt á stórri rútu frá Austfjarðaleið og lítilli rútu frá SBA, hvort tveggja Benz rútur [...]
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt
„Einkavæðing á smásölu áfengis er skilvirkasta leiðin til að fá Íslendinga til að drekka meira áfengi,“ sagði Tim Stockwell, forstöðumaður Miðstöðvar vímuefnarannsókna í Bresku Kólumbíu í Kanada og prófessor við Háskólann í Viktoríu í Kanada, [...]
Guðni forseti prófaði Veltibílinn
Veltibíllinn verður í Smáralind næstu daga sem hluti af verkefninu Höldum fókus sem Síminn, Samgöngustofa og Sjóvá standa fyrir. Þar verður hægt að prófa bílinn með sýndarveruleikagleraugu og upplifa þá stund þegar bílstjórinn missir bílinn [...]
Umferðaröryggisþjálfun á 15. heimsmóti skáta á Íslandi
Brautin-bindindisfélag ökumanna í samstarfi við grísk umferðarsamtök RSI 'Panos Mylonas' skipulögðu í samvinnu við skátahreyfinguna á Íslandi fræðslubúðir á heimsmóti skáta á Úlfljótvatni dagana 31.júlí – 2. ágúst. Meira en 5000 skátar, frá 95 löndum, [...]
Öryggisfræðsla á World Scout Moot
Brautin-bindindisfélag ökumanna hefur undanfarin misseri verið í samstarfi við umferðaröryggissamtök í Grikklandi sem kalla sig RSI. Brautin hefur sent mann nokkrum sinnum til Grikklands til að koma á fót forvarnahúsi og öðrum verkefnum. Í sumar [...]
Ölvunarakstur enn stærsti þátturinn í banaslysum
Í fréttamiðlinum „Winchester Herald Chronicle (USA)“ er greint frá að nýjustu skýrslur benda til að ölvunarakstur sé ennþá stærsti þátturinn í banaslysum í Bandaríkjunum: þar kemur að auknng sé í akstri undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Samtökin „ Mothers Against Drunk Driving“ vilja minna almenning á að ölvunarakstur sé ennþá stærsti þáttur í banaslysum og líkamstjónum í umferðinni í Bandaríkjunum.
Aðalfundur Brautarinnar 2017
Aðalfundur Brautarinnar - bindindisfélags ökumanna verður haldinn fimmtudaginn 11. maí 2017 kl. 17:00. Fundurinn fer fram í Víkurhvarfi 1, gengið er inn að ofanverðu. Dagskrá fundarins er samkvæmt 4. greinar laga félagsins: Skýrsla stjórnar fyrir [...]